Danni wrote:
Myndi mæta en ekki taka rönn ef það þarf að borga í kvartmíluklúbbinn.
Vil byrja á því að taka það fram að þetta innleg mitt er engan vegin ætlað þér sérstaklega Danni.
EN Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að ég sé eða heyri þessa setningu, og ég á í tómum erfiðleikum með að skilja þetta
Hvað borga menn fyrir eitt skipti í go-cart?
Hvað borga menn fyrir eitt skipti í paintball?
Hvað borga menn fyrir hina ýmsu skemmtun og afþreyingu?
Hvað borga menn fyrir eitt djamm??? (hefur aldrei nokkurn tímann náð undir 5k hjá mér)
Ég fór í lúxussal á íslenska mynd um daginn, og þegar að inn í salinn var komið skoðaði ég miðann, og komst að því að hann hafði kostað 2200kr

(þá átti ég eftir að kaupa mér annan bjór og hnetur í hléi)
Er fólk svona alfarið á móti kvartmíluklúbbnum, eða er fólk með bíladellu, og áhuga á mótorsporti bara ekki að tíma 5þúsund íslenskum krónum í að geta tekið löglega á bílnum sínum og fengið á hann tíma, oft og mörgum sinnum frá hvað? maí til september??
Vil enda þetta á því að taka það fram að ég tengist kk ekki á neinn hátt, og hef engra hagsmuna að gæta, er bara að velta þessu fyrir mér

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,