bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 22:32

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Vetrardekk
PostPosted: Fri 20. Oct 2006 00:40 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Jæja, dekkjasnillingar, nú vantar mig ráð.

Er að velja vetrardekk fyrir bílinn minn (E39 M5) og mér hefur verið bent á eftirfarandi og vildi athuga hvað ykkur finnst.

Öll dekkin eru 235/45R17

Hankook Extreme - negld (ok ok, ekki skjóta mig)
Bridgestone Blizzak loftbóludekk
Pirelli Winter Carving
Dunlop 3D (koma víst í staðin fyrir M3 í þessari stærð)


Hvaða dekk haldið þið að séu best? (Fer lítið út fyrir bæinn að vetri til, en er oft á ferðinni mjög snemma á morgnana og lendi því í hálkunni áður en hún er skafin burt af öðrum bílum).


Kv.
E_B


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 20. Oct 2006 01:36 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Jæja, ég ætla enn og aftur að mæla með Nokian Hakkapeliitta, fást í Max1 á móti Brimborg, Bíldshöfða.

Veit ekki hvort þeir í Max1 eiga þessa dekkjastærð fyrir þig en þau eru allavega framleidd í þessari stærð.

Ég var með svona dekk á BMW 518i ´91 E34 sem ég átti einu sinni, semsagt kraftlaus sleði með opnu drifi og það var alveg ótrúlegt hvað ég komst.
Þessi dekk eru mjög mjúk, og slittna alls ekki hratt. En þau eiga það til að tapa nöglunum dálítið.
Þau eru vel skorin en samt ekkert rosalega gróf, og eyðslan var ekkert mikið meiri en á sumardekkjum, munaði minnir mig líter á 100 km hjá mér.

Allavega ef ég væri þú þá myndi ég kíkja á þetta, kostar lítið annað en tíma og bensín að fara kíkja á þetta og spyrja um verð.

P.s. ég náði að láta pabba gamla kaupa svona dekk undir nýjann Dodge Caravan 3.8 lítra og hlakka dálítið til að prófa hann á þessum dekkjum.
Man ekki stærðina en það var á 16" felgur og með umfelgun borgaði hann 58 þús kr.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 20. Oct 2006 17:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Apr 2004 14:40
Posts: 2232
Location: ókunnug.
Ég er búinn að vera með Bridgestone Blizzak undir mínum 750i núna í 4 vetur í röð og það eru alveg FRÁBÆR vetrardekk þannig að ég mæli hiklaust með þeim. Nokian Hakkapeliitta eru einnig mjög góð dekk bæði með og án nagla, en ég hef nú samt ekki prófað þau sjálfur, en Blizzak eru mögnuð.
Farðu inná www.tirerack.com þar geturðu lesið umsagnir um flest öll vetradrekk.

_________________
Mazda2 '15
Mercedes Benz 300E 4Matic '89
enginn BMW í augnablikinu :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 20. Oct 2006 17:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
HAMAR wrote:
Ég er búinn að vera með Bridgestone Blizzak undir mínum 750i núna í 4 vetur í röð og það eru alveg FRÁBÆR vetrardekk þannig að ég mæli hiklaust með þeim. Nokian Hakkapeliitta eru einnig mjög góð dekk bæði með og án nagla, en ég hef nú samt ekki prófað þau sjálfur, en Blizzak eru mögnuð.
Farðu inná www.tirerack.com þar geturðu lesið umsagnir um flest öll vetradrekk.


Verst bara með tirerack að þótt það komi nú alveg vetur í USA þá eru skilyrði yfirleitt allt öðruvísi þar en hérna. Þannig að ég myndi taka því með smá fyrivara sem stendur þar. ;)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 20. Oct 2006 17:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Jss wrote:
HAMAR wrote:
Ég er búinn að vera með Bridgestone Blizzak undir mínum 750i núna í 4 vetur í röð og það eru alveg FRÁBÆR vetrardekk þannig að ég mæli hiklaust með þeim. Nokian Hakkapeliitta eru einnig mjög góð dekk bæði með og án nagla, en ég hef nú samt ekki prófað þau sjálfur, en Blizzak eru mögnuð.
Farðu inná www.tirerack.com þar geturðu lesið umsagnir um flest öll vetradrekk.


Verst bara með tirerack að þótt það komi nú alveg vetur í USA þá eru skilyrði yfirleitt allt öðruvísi þar en hérna. Þannig að ég myndi taka því með smá fyrivara sem stendur þar. ;)

hehe... þetta eru einmitt alveg eins dekk og ég var að leika mér á, á rallýkrossbrautinni.. grípa ekki skít á þurru malbiki og bleytu :lol:
og hverfa óóótrúlega hratt :oops:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 21. Oct 2006 09:51 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
Ég hef keyrt helling á blizzak á ssk benz 190e og líka einn vetur á 535i. Mjög góð í snjó og hálku. Ekkert sem stoppaði 535 á 16" og opnu drifi en þau eru alveg hrikalega leiðinleg við aðrar aðstæður, mjög mjúk þannig að það er lítill stöðugleiki í "líflegum" akstri. Ég var allavega að verða mjög þreyttur á þeim í lok veturs á 535 en hafði reyndar ekki sumardekk á felgum til að svissa sem myndu bjarga málunum þegar aðstæður leifa.

Ætla persónulega næst að fá mér performance vetrardekk í líkingu við dunlop m3 ef ég hef ekki aukafelgur á sumardekkjum til að skipta. Annars myndi ég fá mér nokian dekkin á vetrarfelgurnar þar sem þau koma yfirleitt ef ekki bara alltaf best út við vetraraðstæður af naglalausu dekkjunum samkvæmt þessum þarna sænsku prófunum ef ég man rétt.

Annars er já bara að skoða tirerack síðuna, ætti að gefa þér ágæta mynd af dekkjunum í boði þar og nokkrir samanburðir.

...og, ég er já alvarlega að spá í að skjóta þig fyrir að taka nagladekk fram sem kost :wink:

_________________
Stebbi
Mongoose SX 6.5

Mercedes Benz 190e sportline ´92 "sec wannabe" seldur
Kawasaki 650sx stand up jet-ski selt
BMW e-34 ///M5 3,6 seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 21. Oct 2006 10:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 09. Jun 2005 18:02
Posts: 71
Location: Akureyri
Sendi ykkur þráð sem segir til um hvaða dekk eru best við mismuandi aðstæður: http://www.motor.no/pdf/M806_DEKKTEST.pdf

Sjálfur keyri ég á Pirelli winter carving (focus '05 dísel) og þau eru góð. Var á Nokian hakkpeliitta 2 áður og þau voru mjög góð í snjó og hálku en voru með mýkri hliðum svo að bíllinn var svagari (7 lína), ekki raunhæfur samanburður svo sem á milli bílana.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 21. Oct 2006 11:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Opelinn minn er á Michelin X-Ice North.
Mazdan mín var síðasta vetur á Michelin Ivalo 1.
Hvoru tveggja komu mjög vel út.

En í vetur verð ég með Cooper Weathermaster Si02 undir Mözdunni, langar
að prufa hvernig heilsársdekkin standa sig í vetur.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 21. Oct 2006 13:37 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 01. Nov 2005 12:38
Posts: 865
Location: Höfuðstaðurinn
Síðasta vetur ók ég töluvert Mustang Gt sem undir voru Dunlop Winter sport M3. Keyrði þetta við allskyns aðstæður, rigningu, slabb, snjó og hálku og dekkin stóðu sig með ágætum, ekkert að fljóta upp í slabbinu og gripu vel í hálkuna.

Saxi

_________________
Saxi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 21. Oct 2006 22:11 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 29. Jun 2004 01:11
Posts: 56
Hef verið á Blizzak undanfarna vetur, nú síðast Blizzak Revo1 (minnir mig) en eftir mikla leit á netinu fannst mér þau bjóða besta ís/snjó grip ásamt minnstu fórnun í performance.
Eru frábær í snjó en náttúrulega er alltaf einhver performance missir...enda verður mun skemmtilegra fyrir vikið að komast aftur á sumardekkin!! :lol:

_________________
e90 320i Arctic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Oct 2006 10:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Vildi ekki búa til nýjann þráð.

Hvaða dekkjum mæliði með undir bílinn minn, ætla að hafa hann á vetrardekkjum til öryggis þó svo að ég ætli ekki að nota hann mikið?

Ég var að spá í Toyo harðkornadekkjum, hefur einhver reynslu af þeim?

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Oct 2006 10:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Aron Andrew wrote:
Vildi ekki búa til nýjann þráð.

Hvaða dekkjum mæliði með undir bílinn minn, ætla að hafa hann á vetrardekkjum til öryggis þó svo að ég ætli ekki að nota hann mikið?

Ég var að spá í Toyo harðkornadekkjum, hefur einhver reynslu af þeim?


Þegar kemur að vetrardekkjum á E30 , þá myndi ég segja 185/65-14
með mjög grófu munstri, að hafa of breitt hjálpar ekki endilega til,
og þegar ég notaði síðast harðkornadekk þá virkuðu þau helvíti vel

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Oct 2006 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
gstuning wrote:
Aron Andrew wrote:
Vildi ekki búa til nýjann þráð.

Hvaða dekkjum mæliði með undir bílinn minn, ætla að hafa hann á vetrardekkjum til öryggis þó svo að ég ætli ekki að nota hann mikið?

Ég var að spá í Toyo harðkornadekkjum, hefur einhver reynslu af þeim?


Þegar kemur að vetrardekkjum á E30 , þá myndi ég segja 185/65-14
með mjög grófu munstri, að hafa of breitt hjálpar ekki endilega til,
og þegar ég notaði síðast harðkornadekk þá virkuðu þau helvíti vel


Já ég er einmitt með 14" Bottlecaps.

Ég nenni bara enganvegin að vera á nöglum, hata hljóðið í nöglunum

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Oct 2006 09:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Apr 2004 14:40
Posts: 2232
Location: ókunnug.
http://www.fib.is/myndir/Vetrardekkin%202004-5.pdf

Vetrardekkja samanburður.

_________________
Mazda2 '15
Mercedes Benz 300E 4Matic '89
enginn BMW í augnablikinu :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 27. Oct 2006 23:11 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 17. Feb 2006 18:14
Posts: 107
Jæja, þá er búið að velja dekk. Fyrir valinu varð Michelin Pilot Alpin PA2. Skv. Tirerack þykja þau mjög góð, og hafði heyrt nokkra hér heima láta vel af þeim líka.

Núna er bara að vona að fyrsti veturinn án nagla gangi vel fyrir sig!


- E_B


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 24 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group