bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 18:06

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
 Post subject: Áreiðanleikakönnun
PostPosted: Fri 04. Apr 2003 17:54 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þessi könnun, sem var gerð af Warranty Direct, nær til 100 algengustu bíltegunda í Bretlandi fyrir árið 2002. Þar sem ég hef mikinn áhuga á áreiðanleika bíla þá ætla ég að segja aðeins frá niðurstöðunni. Í heildina á litið þá hafa bílarnir bilað minna.

Þótt þetta sé kannski ekkert mikið BMW tengt þá er þetta eina síðan þar sem hægt er að spjalla á almennilegan hátt svo ég sendi þetta hérna.

Úrslitin koma þannig séð ekki á óvart. Japanskir og Kóreskir bílar raða sér að mestu í efstu 8 sætin. Mercedes-Benz er í 4. sæti og er langefst af evrópskum bílum og nær því afreki að vera ofar heldur en Honda, MMC, Hyundai og Nissan. BMW er töluvert ofar en Audi og VW, en mun neðar en Mercedes og meira að segja Fiat er ofar heldur en BMW. Alfa Romeo er í 21. sæti, en Land Rover vermir botninn. Raðað er eftir bilanatíðni per 100 bíla óhað öðru.

Listinn í heild sinni:

1. Mazda
Xedos 6 er með bestan árangur og 323, 626 og MX-5 eru einnig með mjög góðan árangur. Mazda var með elstu bílana í könnunni eða 6 ára sem sýnir hversu áreiðanlegir þeir eru. Það kostar hinsvegar meira en vanalega að gera við Mözdurnar. Algenstu kvillarnir eru fjöðrun og öxul.

2. Subaru
Subaru var í 11. sæti árið 2001. Algengast er vélavandræði og axlabúnaður. Subaru voru mjög dýrir í viðgerð, langdýrast að láta gera við þá, 3x meira en meðaltalið, og það gerir niðurstöðuna verri fyrri vikið.

3. Toyota
Carinan fær bestu niðurstöðuna, og Corolla kemur líka vel út. Viðgerðarkostnaður rétt yfir meðaltalið.

4. Mercedes
CLK og SLK ná í topp 5 fyrir einstakar bíltegundir. Niðurstaða Mercedes er frábær þegar tekið er tilllit til eldri bíla, t.d. 190 E og gömlu E bílanna. Viðgerð á MB tekur ívið lengri tíma, en viðgerðarkostnaðurinn fyrir hvert sinn er rétt yfir meðaltal.

5. Honda
Góð niðurstaða, sérstaklega því Honda voru með gamla bíla í þessari könnun. CRV jepplingurinn kemur vel út. Viðgerðarkostnaður um meðaltal.

8. Mitsubishi
Með næst elstu bílanna í þessari könnun. Bættu sig frá því í fyrra. Næst dýrastir í viðgerðum.

7. Hyundai
Voru í 14. sæti, þannig að þeir bættu sig mikið. Kostar rétt yfir meðaltal að láta gera við þá.

8. Nissan
Kemur smávegis á óvart að Nissan sé svona neðarlega, og sérstaklega kemur það á óvart að það sé aðallega vegna Primera og Sunny. Micra og 200 SX voru með góðan árangur samt. Hár aldur og dýrt að láta gera við þá.

9. Volvo
Voru í 6. sæti síðast. Frekar ódýrt að gera við þá. S40/V40 koma mjög vel út.

10. Fiat
Voru ofar síðast. Kostar minnst að láta gera við þá. Fiat Bravo og Brava koma mjög vel út, sem kemur mér nokkuð á óvart. Annars gríðarlega góð niðurstaðan.

11. BMW
Og loksins BMW. Kemur margt á óvart. 5-línan kemur frekar illa út, þá er það fjöðrun og öxull sem er að bögga eigendur, einnig er kæli- og hitunarbúnaður til vandræða sem og rafmagnskvillar. 3-línan kemur einnig nokkuð illa út, en þó ekkert mikið betur en 5-línan. Z3 kemur hinsvegar langbest út. Það kostar hinsvegar lítið að láta gera við BMW.

12. Volkswagen
Mun betri árangur núna en síðast. En ennþá slakt, algengustu bílarnir koma þó þokkalega út, en Corrado eiga einhverja sök á slökum árangri VW. Viðgerðarkostnaður um meðaltal.

13. Rover

14. Ford
Kostar lítið að gera við þá, en það kemur kannski ekki mikið á óvart, enda HELLINGUR af Fordum í UK þannig að varahlutir eru ódýrir. Nýju bílarnir, Focus og KA, koma vel út.

15. Audi
Voru í 9. sæti síðast. A3 kemur vel út, númer 6 samanlagt. Viðgerðarkostnaður rétt yfir meðaltal.

16. Peugeot
206 kemur vel út, 405 og 406 ekki. Viðgerðarkostnaður frekar lítill.

17. Renault
Renault Espace kemur HÖRMULEGA út sem gerir stöðu Renault svona slaka. Forðist að kaupa Espace ef þið eruð að pæla í því. :roll:

18. Citroen
Gömlu bílarnir eiga sök á þessu, sérstaklega loftfjöðrunarkerfið. Xsara kemur mjög vel út.

19. Vauxhall (Opel)
Betra en síðast. Því minni því áreiðanlegri. Opel Calibra gamli kemur illa út. Kostar lítið að gera við þá, enda eru varahlutir eðlilega ódýrir í Vauxhall landinu.

20. Saab
Slakara en síðast. Þeir gömlu, 900 og 9000, eiga sök á þessu. 9-3 og 9-5 koma þokkalega út.

21. Alfa Romeo
Voru neðstir síðast. Með yngstu bílanna. GTV lélegastur. 145 og 146 koma best út, en samt ekki vel.

22. Land Rover
Freelander kemur ömurlega út. Range Roverinn kemur næst verst út. Það kostar mikið að láta gera við þá, svo ég mundi bara láta þessa bíla eiga sig.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 04. Apr 2003 20:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er ekki hissa að sjá Mazda í efsta sætinu, búin að eiga þrjá slíka og það yrði alltaf minn fyrsti kostur ef velja ætti japanskann sparibauk - nú eða Subaru (búin að eiga tvo þannig).

Það kemur mér heldur ekki á óvart að BMW sé ekki ofar en þetta. Það er oft dútl í þessum bílum enda flóknir bílar. Ég er heldur ekki hissa á að Benz sé þetta ofarlega þar sem þetta er greinilega með bílum frá besta tíma Benz. Mér þykir mjög líklegt að eftir 4-5 ár yrði Benz kominn niður fyrir BMW.

Freelander... mesta synd. Flottir bílar.

Og svona að lokum, það er kannski ódýrt að gera við Fiat í UK en EKKI á Íslandi!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 01:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
gesturinn wrote:
11. BMW
Og loksins BMW. Kemur margt á óvart. 5-línan kemur frekar illa út, þá er það fjöðrun og öxull sem er að bögga eigendur, einnig er kæli- og hitunarbúnaður til vandræða sem og rafmagnskvillar. 3-línan kemur einnig nokkuð illa út, en þó ekkert mikið betur en 5-línan. Z3 kemur hinsvegar langbest út. Það kostar hinsvegar lítið að láta gera við BMW.


Ég held að B&L séu ekki sammála þessu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 02:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
þeir reyna fela þessar upplýsingar þar sem að B&L vilja nú græða á tá og fyngri.

Tökum sem dæmi, fyrir ekkert svo all löngu þá var ég niðrí B&L að máta nýju sjöuna (draumi líkast að sitja inní henni) og spurði vina lega kallinn hvað 760il myndi kosta og hann sagði að hann myndi kosta um 25 milljónir já 25 ekki 15 eða 20 nei 25.
Var á netinu um daginn og rakst á einhverja síðu sem segir að hann uni kosta rétt rúmar 9 millur í þýskalandinu góða.
Já er þetta okur eða er þetta einhver sér hönnun B&L á skatta kerfinu á íslandi ?

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 13:42 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
morgvin wrote:
þeir reyna fela þessar upplýsingar þar sem að B&L vilja nú græða á tá og fyngri.

Tökum sem dæmi, fyrir ekkert svo all löngu þá var ég niðrí B&L að máta nýju sjöuna (draumi líkast að sitja inní henni) og spurði vina lega kallinn hvað 760il myndi kosta og hann sagði að hann myndi kosta um 25 milljónir já 25 ekki 15 eða 20 nei 25.
Var á netinu um daginn og rakst á einhverja síðu sem segir að hann uni kosta rétt rúmar 9 millur í þýskalandinu góða.
Já er þetta okur eða er þetta einhver sér hönnun B&L á skatta kerfinu á íslandi ?


25 milljónir getur ekki verið rétt. Í bílablaði Moggans reynsluóku þeir 745iL og hann kostaði "bara" 12,5 milljónir. Ég hef ekki trú á því að 750iL kosti tvöfalt meira en 745iL. Sölumaðurinn hefur örugglega verið eitthvað að rugla. Ekki nema það fylgdi bílstjóri og berrössuð ljóska með 760 bílnum?

Hjá BMW í UK kostar 745iL 60000 pund, en 760iL kostar 78000 pund. Ég veit ekki alveg hvaða aukabúnaður hefur verið í þessum bíl sem þú skoðaðir en 25 milljónir getur ekki passað. Þessir bílar eru með öllu sem staðalbúnað og aukabúnaðurinn þarf að vera ansi merkilegt til þess að bíllinn kosti 25 milljónir. :roll:

Miðað við verðið á þessum 745iL sem Mogginn prófaði þá ætti 760iL að kosta alveg í mesta lagi 20 milljónir, en sennilega ekki meira en svona 17 milljónir. En hvað munar manni um 8 milljónir þegar maður er kominn upp í svona hátt verð á annað borð?? :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 14:23 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
hei gaurinn sagði 25 milljónir ekki ætla ég að þræta um það.

sú staðreind að gaurinn sagði 25 milljónir er nú ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta, Ekki það að ég vilji að bíllinn kosti það mikið.

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 15:42 
760il kostar ca 140 þúst evrur notaður útí þýskalandi

Það þýðir ca. 22 millur hingað kominn.

Nú það er verð á notuðum bíl þanngi að 25 millur er mjög raunhæft.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Apr 2003 22:23 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
oskard wrote:
760il kostar ca 140 þúst evrur notaður útí þýskalandi

Það þýðir ca. 22 millur hingað kominn.

Nú það er verð á notuðum bíl þanngi að 25 millur er mjög raunhæft.


Í Þýskalandi kostar nýr 760Li sléttar 100000 evrur. 745Li kostar síðan 68000 evrur. Miðað við að 745Li, sem Mogginn prufukeyrði, hafi kostað 12,5 milljónir frá B&L þá ætti 760Li að kosta rúmlega 19 milljónir, miðað við sömu álagningu og 745Li.

Það getur verið að það sé einhver 760Li á mobile.de sem kostar 140000 evrur, en það er annaðhvort eitthvað íkt verð eða með einhverjum aukabúnaði, þótt reyndar að 760Li sé MEÐ ÖLLU sem hægt er að fá og tæplega hægt að troða meira af drasli í þann bíl. Frekar tek ég mark á verði á nýjum 760Li heldur en einhverjum notuðum bíl í þessu tilliti.

Annars er ég ekki að segja að Morgvin sé að segja ósatt, en ég er bara að velta fyrir mér þessu verði sem mér finnst vera út í hróa hött og ekki í takt við verðið á 745Li. :roll: En ég er alls ekki að draga trúverðugleika morgvin í vafa.

Það getur verið að þeir séu viljandi að setja verðið svona fáranlega hátt á 760Li því þeir vita að þeir sem kaupa þannig bíl eru svo ríkir að þeim munar ekki um extra 5 milljónir. Það er allavega þessi heimskulegu rök sem hafa oft verið notuð í skattamálum í USA, en það er kannski komið út fyrir þessa umræðu. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 00:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Kannski finnst sölumanninum bara sem flottast að hafa hann sem dýrastann :roll:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 00:58 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
Svo er það náttúru lega það að ég er nú bara tvítugur og gaurinn hefur líklegast verið heimskur sölumaður sem heldur að strákar eigi ekki peninga.

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 01:00 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Og þó maður eigi kannski ekki peninga akkúrat núna þá kemur nú kannski að því! Alvöru sölumenn hugsa um framtíðar viðskiptavini líka!

Ég man vel eftir því þegar ég var nýkominn með prófið og BMW var í gamla umboðinu, ég fékk alltaf frábærar móttökur og fékk að reynsluaka því sem ég vildi. Enda er ég á BMW í dag :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 01:04 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
Það er það sumir eru heppnir að hitta á rétta fólkið aðrir ekki.

En mér þykir nú þjónusta hjá bílaumboðum fara hrapandi í sambandi við uppfræðslu á bílum og að fá að reynslu aka.... Nema kannski hjá KIA(uhhh að ég skilldi setja þá í sama dálk og BÍLA umboð).

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 01:10 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það var líka ansi gott einu sinni þegar ég var nýbúin að kaupa fyrri íbúðina og fór í Honda umboðið (að kíkja á mótorhjól EKKI Vtec Civic :wink: ) Og það var þarna einhver Vtec Civic, Del Sol minnir mig og ég sniglaðist eitthvað í kringum hann og mátaði hann aðeins en nennti nú ekki að spá neitt meira í það.

Skömmu síðar þá koma þarna tveir gaurar ekki alveg eins snyrtilegir og ég og fóru að skoða bílinn og þá kemur sölumaðurinn og LÆSIR bílnum og bannar þeim að setjast í hann og koma við hann!!!!!

Ég varð verulega hneyksalður - þessir gaurar áttu sko pottþétt meiri pening en ég enda fóru þeir í út í bíl sem var álíka dýr og Civic bíllinn. Þetta voru örugglega sjóarar eða vellaunaðir alvöru vinnandi menn.

Þetta fannst mér afskaplega heimskulegt hjá þessum sölumanni.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. Apr 2003 01:21 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
Það er útlitið sem skiftir máli.

Svo er það náttúrulega bara hvernig gaur sölumaðurinn er.

Hef reynslu af bæði góðum og slæmum mönnum, slæmu tilvikin eru þegar ég er í leður buxunum og frakkanum(17þús króna buxur og 46 þúsund króna frakki) og svörtu peysunum, en þau góðu þegar ég er í jakka fötunum(20-30 þúsund króna jakkaföt) með byndið, þessir menn hafa ekki vit á peningum.

Og svo er það framkoman.
Ég er mjög kurteis maður og kem vel fram við þá sem koma vel fram við mig enda fékk ég nú að máta nýju sjöuna og allt það (var í jakka fötunum).

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group