..hef nú lent í þessu á báða vegu, þ.e.a.s. að farið sé fram á að ég borgi og ég fór fram á að annar borgaði!
Í fyrra skiptið borgaði ég ekki, en í seinna skiptið fékk ég borgað
Þú verður að meta þetta.....það er MJÖG sjaldan sem að það er hægt að neyða þig til að greiða eitt né neitt, nema náttúrulega að þetta hafi verið nýlegur bíll, þeim mun minna ekinn.
Líka ef þetta er e-ð sem að þú hefðir mátt vita af, þ.e.a.s. að þú sért að selja bílinn á gráum forsendum, að þú vitir að það þurfi að fara að kíkja á e-ð án þess að láta seljanda vita af.
Þegar ég fór fram á að seljandi tæki þátt í kostnaði á bíl sem að ég keypti fyrir rúmum mánuði (á þeim tíma), borgaði bara því að hann var almennilegur. Hefði alveg eins sagt mér að éta skít.
Yfirleitt borgar sig aldrei að fara með þetta í hart, nema að þetta sé viðgerð upp á þeim mun meira (mörg hundruðir þúsunda), en eins og ég segji, ef að bíllinn telst ekki ,,nýr-nýlegur" og kaupandi hefði mátt gera sér grein fyrir einhverju viðhaldi á honum...þá verður þú að meta hvað þú vilt gera....
í það skipti sem ég var beðinn um greiðslu hafði ég selt '97 BMW (seldi einhverju stelpu hana), síðan sá ég bílinn nokkrum sinnum í bænum og þá var litli bróðir hennar, eða vinur á bílnum og hann var að taka allvel á bílnum (þó alveg sem að hann þolir). Síðan fékk ég símtal frá stelpunni stuttu seinna eftir kaupin og hún tjáði mér að vatnskassinn hefði farið og fór fram á að ég tæki þátt helming.....
Ég sagði henni kurteisislega að mér kæmi það bara sem minnst við þar sem að ég hefði séð bílinn í góðri sveiflu og eflaust hefði það átt stóran þátt í þessu atviki....þó svo að ég viti ekkert hvort ég hafi verið í ,,rétti" þá heyrði ég ekkert meira í henni!