bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW M5 ´90 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10896 |
Page 1 of 3 |
Author: | emilth [ Wed 22. Jun 2005 23:24 ] |
Post subject: | BMW M5 ´90 |
Góðann daginn. Nú fer að líða á 16 ára aldurinn hjá mér og ég auðvitað farinn að skoða hina ýmsu bíla. Fyrir nokkrum dögum sá ég BMW M5 ´90 og ég verð að segja að þetta er einn fallegasti bíll sem ég hef séð. Mig langar að spyrja ykkur BMW kónga íslands um reynslu ykkar af þessum bíl, hvað er gott og hvað er slæmt við hann? Eins og áður sagði er ég mikill áhugamaður um bíla og ákvað ég að taka bifvélavirkjun í menntaskóla. En alveg síðan ég sá þennan glæsivagn hef ég bara ekki getað hætt að hugsa um hann svo að öll svör sem þið getið gefið mér um þennan bíl eru vel þegin ![]() Með fyrirfram þökkum Emil Þórsson |
Author: | XenzeR [ Wed 22. Jun 2005 23:36 ] |
Post subject: | |
lestu þessa grein.. http://www.bmwkraftur.is/jan2005 Þarna getur þú fræðst mikið. |
Author: | emilth [ Wed 22. Jun 2005 23:44 ] |
Post subject: | |
ahhhh takk ég var bara ekki kominn svona langt á síðunni ![]() ![]() |
Author: | IvanAnders [ Thu 23. Jun 2005 00:32 ] |
Post subject: | |
315 hö í fyrsta bíl? ertu viss? ![]() |
Author: | saemi [ Thu 23. Jun 2005 00:41 ] |
Post subject: | |
Hann var nú ekki búinn að segja að hann ætlaði að fá sér svona bíl sem fyrsta bíl ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Thu 23. Jun 2005 00:46 ] |
Post subject: | |
IvanAnders wrote: 315 hö í fyrsta bíl? ertu viss?
![]() hva ekkert að því þurfa ekki að vera að leita að meira og meira þarna er nóg. |
Author: | anger [ Thu 23. Jun 2005 00:56 ] |
Post subject: | |
minn fyrsti var nu 750 þannig m5 er í góðu ![]() |
Author: | anger [ Thu 23. Jun 2005 00:57 ] |
Post subject: | |
en ef þessi 90 bill er silfurlitaður þa er hann til sölu einhverstaðar ![]() |
Author: | saemi [ Thu 23. Jun 2005 01:07 ] |
Post subject: | |
![]() Ég man nú ekki eftir einum einasta silfraða M5 hér á landi. 2 Sebring gráir (dökkgráir), en enginn ljósari en það í gráum tón. |
Author: | emilth [ Thu 23. Jun 2005 01:14 ] |
Post subject: | |
315 í fyrsta bíl... er það ekki bara fínt? Mér er eiginlega þannig séð sama um stærðina á vélinni, bara að bíllinn sé góður og traustur og ekki skemmir útlitið fyrir ![]() |
Author: | bjahja [ Thu 23. Jun 2005 01:19 ] |
Post subject: | |
Ég myndi þá skella mér á góðan E34 520/525 bsk og skella á hann góðum 17" Þá ertu kominn með góðan bíl, alveg ágætlega öflugan ekki of dýran og ekki of eyðslufrekan. - |
Author: | Þórir [ Thu 23. Jun 2005 08:17 ] |
Post subject: | Sælir. |
Mér finnst umferðin í þessu landi alveg nógu hættuleg án þess að það séu 17 ára ökumenn á 200+ hestafla bílum, hafa ekkert við það að gera, ráða yfirhöfuð ekki almennilega við bílana og geta ekki komið sér útúr þeim aðstæðum sem skapast á svona kraftmiklum bílum. Það er nóg úrval af mjög skemmtilegum minni bílum sem bjóða upp á gott handling án þess að geta komist á gríðarlegan hraða á stuttum tíma. Ég tek undir með bjahja um að þú ættir að skoða 520 eða 525 E-34 td. Glæsilegir bílar, gaman að rúnta og líka gott að keyra þá. |
Author: | gstuning [ Thu 23. Jun 2005 09:04 ] |
Post subject: | |
Hver segir að þessi drengur verði stórhættulegur, kannski er hann einfaldlega þroskaðari en aðrir. Það versta við M5 er eyðslan. Ef þú ferð í bifvélavirkjun þá ertu góður sem eigandi |
Author: | Dr. E31 [ Thu 23. Jun 2005 14:03 ] |
Post subject: | Re: Sælir. |
IvanAnders wrote: 315 hö í fyrsta bíl? ertu viss? ![]() Þórir wrote: Mér finnst umferðin í þessu landi alveg nógu hættuleg án þess að það séu 17 ára ökumenn á 200+ hestafla bílum, hafa ekkert við það að gera, ráða yfirhöfuð ekki almennilega við bílana og geta ekki komið sér útúr þeim aðstæðum sem skapast á svona kraftmiklum bílum. Það er nóg úrval af mjög skemmtilegum minni bílum sem bjóða upp á gott handling án þess að geta komist á gríðarlegan hraða á stuttum tíma. Ég tek undir með bjahja um að þú ættir að skoða 520 eða 525 E-34 td. Glæsilegir bílar, gaman að rúnta og líka gott að keyra þá.
Sammála. |
Author: | Þórir [ Thu 23. Jun 2005 16:34 ] |
Post subject: | Bílstjórar |
gstuning wrote: Hver segir að þessi drengur verði stórhættulegur,
kannski er hann einfaldlega þroskaðari en aðrir. Það versta við M5 er eyðslan. Ef þú ferð í bifvélavirkjun þá ertu góður sem eigandi Ég er alls ekkert að reyna að drulla yfir neinn, það er bara mín reynsla að nýbakaðir bílstjórar hafa ekkert við mjög öfluga bíla eða mótorhjól að gera, nákvæmlega ekki neitt, hafa ekki reynslu eða kunnáttu til að fara með svoleiðis. Maður sér engan byrja í formúlu eitt, menn byrja á Go-Kart. Kveðja. Þórir I. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |