Ég tek undir þetta sem Bjahja er að segja. Mér finnst ég vera farinn að sjá þennan svip með mörgum bílum. En spurningin er hvort sagan sé ekki bara að endurtaka sig?
T.d. E34 boddíið frá BMW. Það boddí hefur verið í hönnun á árunum ca. 1986 og 1987 því það kemur á markað
1988
Ef þið munið hvað aðrir bílaframleiðendur voru að gera á þessum árum þá komist þið kannski á sömu skoðun og ég: að þetta hefur verið vægast sagt framúrstefnulegt útlit á bíl. Þetta boddí lítur ennþá út eins og bara það sem hefur verið að gerast fyrir stuttu í bílabransanum.
Síðan endurtekur þetta sig þegar E36 kemur.. og hinir framleiðendurnir eru nokkur ár að pikka upp þá strauma sem mér finnst að oftast komi frá þýskalandi varðandi útlit fólksbíla.
En auðvitað er ég hlutdrægur
..kannski er ég bara svona blindur á að BMW er bara að elta japönsku framleiðendurna eða að það er enginn að elta neinn
