bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 20:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Slappt Lakk?
PostPosted: Wed 18. May 2005 00:14 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
Jæja áður en ég missi það! Tók eftir því um dagin í sólinni og sumrinu!#$% að lakkið á bílnum mínum er ekki að gera sig... Það er frekar rispað eða sona kústafarsrispur OG frekar mikið!? Það var ekki sona þegar ég fékk bílinn... Það er einsog þetta hafi gerst snögglega (Sem að getur nú öruglega ekki gerst!) EN allavega...

Er ekki hægt að massa sona eða? Hvað er best að gera? Tala við eikkað bón verkstæði? Sprautuverkstæði? Hleypi sko EKKI HVERJUM SEM ER í þetta... En langar að láta taka þetta í gegn... áður en ég sleppi honum...

Eikkerjar ábendingar?

P.S ég veit alveg að ég skrifa eikker, akkru, djk... Já ég er latur....

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 00:28 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 25. Mar 2003 13:58
Posts: 89
Location: Kópavogur
Nota svamp..........

Annars geturu prófað að fara með hann í mössun, 15kall, held þú losnar samt ekki við rispurnar, mössun gefur meiri gljáa...
mössun = t.d 'AG mjög fínir

_________________
Eyþór
Dodge Ram 1500 HEMI 5.7 árg 05´

BMW 745 E-65 21"BBS TIL SÖLU!!!!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 00:50 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
Ekki fara að kasta pening í e-n jón jónsson útí bæ, sérstaklega ekki ef þú treystir ekki hverjum sem er. Það er náttúrulega lang best að gera þetta sjálfur ef þér þykir virkilega vænt um bílinn þinn.

Skoðaðu http://www.bettercarcare.com/ vel og vandlega (sérstaklega linkana efst til vinstri) og þá verðuru orðinn sérfræðingur hvað varðar meðhöndlun lakks og þrifum á bifreiðum yfir höfuð.

Kauptu síðan porter cable 7424 random polisher og þær vörur sem þú þarft með vélinni (bón, massa, púða oþh) frá BNA og þá ertu kominn með góðan pakka sem verður fljótur að borga sig upp þar sem hann kostar að öllum líkindum svipað og að láta jón jóns gera þetta einu sinni.

...svo maður tali ekki um hvað maður verður ánægður með sjálfan sig þegar maður er búinn að koma bílnum sínum úr hinu típíska íslenska kústafarsástandi (swirl marks) yfir í show car look :P

En varaðu þig á svampinum. Það er mjög auðvelt að fara illa með lakkið með þeim sérstaklega ef maður notar of lítið vatn. Fáir sem nota þá rétt. Oft er talið að það sé betra að nota kúst sem maður kaupir sjálfur og skiptir síðan um á bensínstöðvaþvottaplönunum. Síðan held ég að þessir ullarhanskar sem þeir nota á síðunni gætu staðið sig vel. Hef séð þannig í b&l.

Varúð!! Ef þú skoðar þessa síðu, þá á standardinn á vel þrifnum bíl og meðhöndlun á lakki eftir að hækka all verulega :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 01:18 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
á einmitt kúst og nota hann og passa hann mjög vel... En ég þakka þetta og þakka þér fyrir linkin... Ætli ég verði ekki að lesa framm á morgun ;)
Væri meira til í að læra þetta sjálfur... En ég sé til

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 01:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
zneb wrote:
Ekki fara að kasta pening í e-n jón jónsson útí bæ, sérstaklega ekki ef þú treystir ekki hverjum sem er. Það er náttúrulega lang best að gera þetta sjálfur ef þér þykir virkilega vænt um bílinn þinn.

Oft er talið að það sé betra að nota kúst sem maður kaupir sjálfur og skiptir síðan um á bensínstöðvaþvottaplönunum. .

Ert þú ekki að grínast :roll:
Heldurðu að þú geri þetta betur en menn sem hafa atvinnu af þessu og eru að gera þetta alla daga og svo kemur svona Jón Jónsson eins og þú sem rakst á síðu á netinu og kann allt í einu allt mikið betur.

Og þetta með kústinn hjá þér er ég ekki að fatta en ef þú ert að segja að það sé okey að nota kúst sem þú kaupir sjálfur þá segir það nóg um þig,Því svona snillar eins og þú fatta ekki að það er drullan sem er á bílnum sem rispar en ekki kústurinn.
Og ekki vera að ráðleggja mönnum að kaupa hitt og þetta dýrum dómum sem þeir kunna svo ekkert að fara með sem endar oft með mun meiri kostnaði en upphaflega hefði verið því þeir þurfa á endanum að fá einhvern í verkið sem kann það og þarf jafnvel að laga skemmdir sem hlutust að þessum sparnaðar aðgerðum. :slap:

Og ekki reyna að rökræða við mig um þetta því ég er Jón út í bæ sem ekkert kann og hef mjög oft þurft að laga ýmislegt sem svona kappar hafa verið að reyna sjálfir en orðið voða hissa hvað þetta var ekki svo einfallt =;

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 01:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Iceman wrote:
Nota svamp..........

Annars geturu prófað að fara með hann í mössun, 15kall, held þú losnar samt ekki við rispurnar, mössun gefur meiri gljáa...
mössun = t.d 'AG mjög fínir
Mössun gefur gljáa því mössun massar rispur í burtu og rispurnar matta lakkið.
Mössun tekur fínustu rispurnar úr en grófar rispur er hægt að deyfa verulega,
Það er ótrúlegt hvað hægt er að fríska upp á mikið rispað lakk ef rétt er gert.

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 02:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
MR HUNG wrote:
Iceman wrote:
Nota svamp..........

Annars geturu prófað að fara með hann í mössun, 15kall, held þú losnar samt ekki við rispurnar, mössun gefur meiri gljáa...
mössun = t.d 'AG mjög fínir
Mössun gefur gljáa því mössun massar rispur í burtu og rispurnar matta lakkið.
Mössun tekur fínustu rispurnar úr en grófar rispur er hægt að deyfa verulega,
Það er ótrúlegt hvað hægt er að fríska upp á mikið rispað lakk ef rétt er gert.


I pity the fool who tries to argue with this man, I pity the fool!

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 03:05 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
MR HUNG wrote:
zneb wrote:
Ekki fara að kasta pening í e-n jón jónsson útí bæ, sérstaklega ekki ef þú treystir ekki hverjum sem er. Það er náttúrulega lang best að gera þetta sjálfur ef þér þykir virkilega vænt um bílinn þinn.

Oft er talið að það sé betra að nota kúst sem maður kaupir sjálfur og skiptir síðan um á bensínstöðvaþvottaplönunum. .

Ert þú ekki að grínast :roll:
Heldurðu að þú geri þetta betur en menn sem hafa atvinnu af þessu og eru að gera þetta alla daga og svo kemur svona Jón Jónsson eins og þú sem rakst á síðu á netinu og kann allt í einu allt mikið betur.

Og þetta með kústinn hjá þér er ég ekki að fatta en ef þú ert að segja að það sé okey að nota kúst sem þú kaupir sjálfur þá segir það nóg um þig,Því svona snillar eins og þú fatta ekki að það er drullan sem er á bílnum sem rispar en ekki kústurinn.
Og ekki vera að ráðleggja mönnum að kaupa hitt og þetta dýrum dómum sem þeir kunna svo ekkert að fara með sem endar oft með mun meiri kostnaði en upphaflega hefði verið því þeir þurfa á endanum að fá einhvern í verkið sem kann það og þarf jafnvel að laga skemmdir sem hlutust að þessum sparnaðar aðgerðum. :slap:

Og ekki reyna að rökræða við mig um þetta því ég er Jón út í bæ sem ekkert kann og hef mjög oft þurft að laga ýmislegt sem svona kappar hafa verið að reyna sjálfir en orðið voða hissa hvað þetta var ekki svo einfallt =;


EN hvað helduru að það séu margar bónstöðvar í bænum? Hvað margar Massa? Hvað margar segjast geta það? Hvað margir af þessum 15-20 ára strákum sem eru látnir gera það Kunna það Virkilega??? Ég treysti ekki hverjum sem er fyrir þessu! Þú getur kanzki bent mér á stað?

Og ef maður hefur áhuga á að læra þetta, gæti nú komið fyrir að maður ætti fleiri bíla í framtíðinni sem gæti þurft að gera þetta við... Finnst það í góðu lagi að benda mönnum á að það er hægt að gera þetta sjálfur ef þú trystir þér til þess og langar að læra...

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 06:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þar sem ég hef átt nokkra svarta bíla.. þá bendi ég þér á að passa rosalega hvaða bón þú notar, alls ekki nota hvítt bón,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 07:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Ég væri einnig til í að vita hvaða stað menn mæla með í mössun.
Hvar hafið þið látið massa ykkar bíla og hver var útkoman ?
Ég er að spá í að láta massa Opelinn minn sem er grænsanseraður áður en ég legg honum á sölu.
Allar ábendingar um fagmenn vel þegnar :)

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 09:42 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
Jájá, MR HUNG. Rólegur á að dæma mig án þess að vita svo mikið sem nokkuð um mig. Skoðaðu þessa síðu áður en þú byrjar að rífa þig og segðu mér þá hvort hún sé svona léleg eins og þú segir, af hverju hún er það þá og ef það meikar sens sem þú segir, þá skal ég trúa þér.

Þeir sem eru að rústa lakkinu á bílunum sínum í svona aðgerðum eru þeir sem hafa eldrei lesið neinar svona leiðbeiningar fara bara út í bónus og kaupa juðara og byrja svo að nudda. Þessi polisher sem ég benti honum á hefur hins vegar þótt mjög fool proof en hægt að ná fram miklum árangri engu að síður.

Ég er hins vegar með mjög mikla fullkomnunaráráttu og fæ svona "thing" fyrir hlutum og stúdera þá eins mikið og ég get, m.a. þetta og þessi síða hjálpaði mikið. Hún var líklega gerð í upphafi til að fólk næði sem bestum árangri útúr vörunni sem þau keyptu og fyrir mikinn áhuga á viðhaldi. Ég myndi aldrei benda neinum á þessa síðu ef ég ásamt fjölmörgum öðrum hefði ekki trú á henni og væri búinn að sannreyna að hún er góð.

Sumar síður eru algjört rugl en ég hef tröllatrú á þessari. Já, það eru ekki allar svona síður rugl. Dæmi: ég er búinn að vera í mörg ár að reyna að bæta á mig massa. Hefur gengið mjög hægt þrátt fyrir að ég hafi eytt fullt í einkaþjálfaravitleysinga (kannski hægt að líkja þeim við e-a svokallaða bónsérfræðinga útí bæ) og fæðubótarefni. Ég var alveg að fara að gefast upp á þessu og byrjaður að íhuga stera. Finn þá síðu sem er með virkilega góðum upplýsingum og plönum sem meika mikið sens. Og ég hugsa: "sakar ekki að gefa þessu fyrst séns". Panta bók þaðan og 3 mán seinna er ég búinn að bæta á mig 10 kg og líkamsfitan búin að minnka samt. Niðurstaða: það eru margar góðar síður með góðum leiðbeiningum en líka margar lélegar, í þessu dæmi þær sem sögðu að sterar væru eina leiðin fyrir menn eins og mig!

Ef menn hafa áhuga á því að læra þetta þá er ekkert að því að gera það frekar en að borga manni útí bæ fyrir e-ð sem manni finnst gaman að gera og getur gert vel sjálfur. Það eru góðar leiðbeiningar á þessari síðu, og ekki reyna að neita því án þess að benda mér á e-ð annað

Og síðan þetta með kústana. Það er búið að ræða þetta milljón sinnum á þessum spjallsíðum hér og gera rannsóknir úti. Þá hefur jafnvel komið fram að svampar geti rispað meira. Það er ekki sama hvernig maður notar þá og þú sem kallar þig svona mikinn sérfræðing og ert það eflaust getur ekki neitað því. Það er mjög hætt við að fólk noti of lítið vatn og svampurinn verður að vera tandurhreynn. Oft hefur niðurstaðan verið sú að það sé ekkert verra og jafnvel betra að nota góðann hreynan kústhaus en þetta er reyndar líka bara spurning um trúarbrögð. Ég hef yfirleitt reyndar notað svampa og mér finnst ég vera að sjá of mikið af rispum (swirl marks) eftir hann þrátt fyrir að ég passi mig eins vel og ég get og þrífi vikulega, oftar ef ég get. Þetta með að drullan sem er á bílnum rispi er rétt og ef þú pælir í því, þá er líklegra að svampurinn dragi hana með sér og rispi frekar en góður kústur sem er með sírennandi vatn. Það er kúnst að nota svamp rétt :!:

Ég er ekki að segja að allir sem vinni við þetta séu amatur. Margir eflaust mjög góðir en það eru líka guttar sem vinna við þetta sem hafa ekki hundsvit á þessu og þekki ég t.d. einn. Annars er bara gott og blessað ef fólk vill frekar borga fyrir þessa þjónustu en ég myndi persónulega ekki gera það og geri það ekki þar sem ég hef mikinn áhuga á þessu og finnst þetta gaman.

Það er ekkert að því að gera þetta sjálfur ef maður hefur metnaðinn og áhugann. Eða ertu kannski að segja að það séu aðeins sérvaldir menn, "gifted from god" sem geti meðhöndlað lakk rétt. Einhversstaðar verður maður að læra. Reyndu að vera aðeins víðsínari.

Og svona til að þú vitir það þá heiti ég Stefán Geir Reynisson en ekki Jón Jónsson :wink:

Ég rökræði við þig þangað til að þú bendir mér á af hverju þessi síða er svona léleg :!: Ef þú getur ekki rökstutt það sem þú segir skaltu sleppa því að hrauna yfir fólk.

Ég er að pósta þessu hér því þetta er síða fyrir áhugamenn um bíla sem hafa líklega allir áhuga á að gera þetta sjálfir og læra.

P.s ég er ekki og vill ekki vera með nein leiðindi, er bara að rökstyðja mitt mál


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
:lol: L2C fílingur :lol:

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 10:21 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 14. Oct 2003 11:43
Posts: 289
Location: Austurríki
HPH wrote:
:lol: L2C fílingur :lol:


Já, kannski er maður búinn að vera aðeins of mikið þar :P :oops:

En common, maður getur bara ekki látið hrauna svona yfir sig aðgerðalaust. Maður hefur nú aðeins meiri sjálfsvirðingu en það :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 10:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
zneb wrote:
HPH wrote:
:lol: L2C fílingur :lol:


Já, kannski er maður búinn að vera aðeins of mikið þar :P :oops:

En common, maður getur bara ekki látið hrauna svona yfir sig aðgerðalaust. Maður hefur nú aðeins meiri sjálfsvirðingu en það :)


Bíddu þá bara eftir því þegar Mr.Hung kemur aftur :)
hann lætur þig líklega "heyra það"

Ég er fyrir DIY dót, en þá verður maður að vera hæfur til að byrja með að geta gert nýja hluti. Ekki alltaf Jón Jónsson útí bæ sem getur bara gert suma hluti alveg sama hvað hann les og les,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. May 2005 11:13 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. Jul 2004 19:09
Posts: 901
Hver er þessi Jón Jónsson eiginlega ? :hmm:










:P :lol:

_________________
Dóri
Image BMW 525i e34 '91 [SELDUR]
Image Opel Vectra CD 2.0 '97[Í notkun]


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 23 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group