IvanAnders wrote:
En á BMWkrafti töluðu menn ekki um annað en að E39 540ia eyddi bara 12.x af því að "stóra vélin þyrfti ekki að hafa fyrir neinu"
Djöfull vildi ég að ég ætti ennþá smurbækurnar frá því að ég átti E39 540iA bílana mína. Fylgdist grannt með eyðslunni þar og meðal eyðslan var 12-13, sama hversu asnalegt eða fyndið þér finnst það.
En aftur á móti keyri ég ekki mikið innanbæjar, hvað þá innanbæjar í Reykjavík. Leiðin í vinnuna hjá mér var t.d. á þeim tíma út götuna, upp Aðalgötuna í Keflavík alveg að Reykjanesbraut og síðan beint upp á flugvöll. Þegar ég fór í Reykjavík fór eyðslutalan alltaf langt niður á leiðinni þangað en síðan fljótt upp aftur þegar ég var kominn inn í Reykjavík. Þannig ég skil það vel að eyðslutölur hjá Borgarbúum eru hærri, en 540 bílarnir mínir voru í rauninni að eyða 12-13 að meðaltali og það ekki bara samkvæmt tölvunni.
http://www.fuelly.com/driver/danni/540i Hérna er það litla sem ég keyrði E34 540-inn í fyrra. Var búinn að ákveða að standa ekki í þessu þar sem ég nenni ekki að láta hann alltaf fara alveg á ljósið og síðan fylla í hvert skipti og ekki mega bæta við litlu í einu af og til, en eftir að hafa lesið þennan þráð verð ég eiginlega að halda í gamalt horf í sumar og passa mig á þessu og sjá hver eyðslan verður.
Eyðslumesti BMW sem ég hef átt var E34 535i. Meðaltalið á honum var 14-15 í alveg eins akstri og öllum 540-unum sem ég hef átt.