Ég ætla að fá að vera ósammála ykkur með að það sé rangt að segja "talva".
Tungumál er lifandi hlutur, og þróast sem slíkur, burtséð frá reglum sem að því lúta. Þó að upphaflega hafi verið rangt að segja "talva" vegna þess að orðið tölva er samsett úr orðunum tala og völva, þá hefur þróun málsins orðið sú að mjög margir segja frekar "talva". Þar sem þetta skilst alveg og getur ekki verið skilið sem neitt annað en tölva, þá hefur þessi mynd orðsins náð að festa sig í sessi í málinu og er orðinn hluti af því. Því verður ekki breytt nema mögulega með þjóðarátaki, auglýsingum og þessháttar, sem er (að mínu mati allavegna) óþörf tilraun.
Málfræðireglur tungumáls segja ekki til um hvernig það á að vera um ókomna framtíð, heldur lýsa helstu málvenjum á hverjum tíma, og breytast því með þróun málsins.
Á hinn bóginn er orðið "talva" hins vegar "ljótt mál" og því einungis samþykkt í töluðu máli samkvæmt íslenskri málfræði. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að það sé mun fallegra að nota tölva (og hér er ég að tala um talað mál), en það eitt og sér nægir ekki til að segja að annað sé rangt.
P.S.
Dauðir hlutir geta heldur ekki verið vitlausir, einungis rangir. Að segja að þeir séu vitlausir gerir ráð fyrir að þeir geti haft vit, en hafi það ekki...
...og já, ég geri mér alveg grein fyrir að það sé hægt að finna fullt af málfars- og stafsettningarvillum hjá mér, svo "bring it on" bara!
