batti wrote:
Djöfull hafa menn það gott að fara út í skóla og hoppa svo aftur heim í vinnu þar sem þeir hafa möguleika á því að safna sér peningum þess á milli. Það þykir mér ansi gott á síðustu og verstu.
Það er nefnilega mjög gott fyrirkomulag.. svo er þetta líka lánshæft hjá lín á meðan maður er úti. Skilst að menn séu að fá alveg 650þús að láni fyrir hverja önn.
batti wrote:
Hvað þýðar þessar B1, B2 tölur ? Hversu langt í vinnu kemst maður á þessari menntum sem tækniskólinn er að bjóða uppá? Er þetta bara A-Ö ?
B1 skírteinið er réttindi í mótorum, s.s. túrbínumótorum, stimpilmótorum og þannig.
B2 skírteinið er réttindi í "Avionics", s.s. rafmagninu í flugvélunum.
Það er svona einfaldasta útskýringin á því.
Hvað þessa menntun frá Tækniskólanum varðar, þá hefur enginn heyrt neitt um það hvort t.d. Flugfélag Íslands kemur til með að gúddera þá menntun eða ekki. Enda engin reynsla komin á þetta.
batti wrote:
En til að svara Ömmudriver. Flugvirkjanámið virðist koma í tísku reglulega. Lestu þetta aftur, ég sagði að bransinn hérna heima sé ekki stór. Hann er það ekki. Það er ekki þörf fyrir marga nýja einstaklinga í þetta og til þess að fá eitthvað þá þarftu að vera rosalega náinn þeim sem stjórna. Fyrir mér hefur þetta ekkert með framtíðareftirspurnir að gera. Það er ekki hlaupið að því að fá vinnu við þetta hér á landi og ekki á ég von á að allir þeir sem stundi nám í þessu séu tilbúnir að flytja út eða vera sífellt á flakki erlendis til að taka tarnir í 3 mánuði í senn í Sádí Arabíu eins og menn hafa verið að gera frá Icelandair (sem dæmi).
Það er reyndar vöntun á flugvirkjum hérna heima og búið að vera í dálítinn tíma. Enda margir farnir utan, þar sem þeir geta þénað milljón plús á mánuði þar, á móti kannski 350þús hér heima.
batti wrote:
Það hljómar no problem á einhverjum tímapunkti í lífi fólks en ég sé þetta fyrir mér sem lengri fjarvera frá fjölskyldu síðar meir heldur en frystitogaralífið.
Enda eru ekkert allir sem fara í þetta nám með það í huga að fara í tarnavinnu úti í heimi...