Ég get ekki mælt með að taka einungis steinolíuna (Jet A1).
Get ekki fundið gögn sem sýna að steinolían sé undir 460 µm (HFRR), sem er lámark smurgetu dísilolíu sem er fáanleg í Evrópu.
Jet A1 hefur mælst 660 µm (
http://www.dieselnet.com/papers/9705howell.html)
Ekki mjög sannfærandi gildi sem sýnd er fyrir 2% íblöndun lífdísel
En hinsvegar með smá íblöndun af hreinum lífdísel þá eykst smurgeta steinolíunnar til muna, það sýna það fleiri en ein rannsókn.
http://www.biodiesel.org/pdf_files/fuel ... ricity.PDFhttp://oxytane.com/mystery/Liquid%20fue ... ricity.pdfFróðlegt er að sjá að 2% blanda af lífdísel kom best út af mörgum öðrum dísel bætiefnum, venjulegri smurolíu og tvígengisolíu.
http://www.dieselplace.com/forum/showth ... p?t=177728Ég er með Polo SDI 1998, er núna að taka 60% jet-a1 og 40% B5 sem N1 selur (5% biodísel og 95% gasolía)
Mun jafnvel fara ögn neðar eða í 70/30 blöndu
Spurning að fara svo alla leið og hella bara 1 lítra af hreinum lífdísel útí heilan tank af Jet-A1 (Tankurinn er 45 lítrar)
Allar þessar greinar fjalla um smureiginleika eldsneytisins, svo er annað mál hvernig eðlis- og efnafræðilegir eiginleika svona blöndu sé.
Smá um bland af þotueldsneyti (JP-8) við lífdísel. JP-8 er annað heiti á F-34, sem er með mjög sambærilega eiginleika og Jet-A1
http://www.sciencedirect.com/science/ar ... 0402001127Það eru margar góðar greinar um biodiesel og smurgetu þess, ásamt greinum um þotueldsneyti á díesel bíla hér:
http://www.sciencedirect.com/