Jæja komin tími til að ég tjái mig um þetta mál.
Ég hef nú þurft að keyra mikið þessa Reykjanesbraut. Ég var í nokkur ár í Iðnskólanum og þá keyrði maður þarna alla virka daga og oftast einu sinni um helgi, lágmark. Og núna síðust tvö til þrjú ár hefur maður þurft að keyra þessa braut svona 3 sinnum á viku að meðaltali.
Áður en vegaxlinar voru bundnar slitlagi þá var maður vanur því að gefa bara stefnuljós til hægri og hægja á sér til að hleypa bílum sem fóru hraðar yfir. Mér finnst það ágætis leið til að hleypa fram úr og geri það enn þann dag í dag nema að núna fer maður kannski aðeins út í kant. En eftir að þessar vegaxlir voru bundnar slitlagi þá eru menn byrjaðir að stinga sér þarna út af á 100 km hraða og hægja ekki einu sinni á sér. Þannig að oft þarf maður að gefa í frammúr þessum einstakling þar sem það er röð af óþolinmóðum ökumönnum fyrir aftan mann og þarf maður þá oft að troða sér á milli bílsins og umferðarinnar á móti. Síðan hef ég oftar en einu sinni orðið vitni af því að trukkar með tvo tengivagna skelli sér út af og slá ekkert af og aftari tengivagninn swingar fram og til baka. Hvað fær menn til þess að setja sig í þessa áhættu
Einhvern tíman heyrði ég að það væri vafamál hvort að maður væri tryggður þegar maður keyrði á þessum vegöxlum. Vegna þess að maður er að keyra utanvega og þá er maður á eigin ábyrgð. Þannig að einn daginn, þegar við félagarnir heyrðum umferðarráð hvetja fólk til að nota vegaxlinar til að hleypa framúr, að hringja í umferðarráð og spurðum þá útí þetta. Þeir gátu ekki svarað okkur en það eina sem þeir sögðu að það væri brotinn lína út í vegakanti og væri þetta eini staðurinn á landinu sem það væri. Þeir gátu samt ekki sagt okkur hvað það þýddi.
Ég ætla þá bara hér með að hvetja yfirvöld hér með að fræða landsmenn hvernig það á að nota þessar vegaxlir, þar sem það virðist vera mikill ágreiningur um það hvernig eigi að nota þær. Einnig vil ég hvetja þá sem eru að keyra Brautina að ekki vera nota axlinar að ástæðulausu þangað til að við fáum einhverja útskýringu á þessu. Nema náttúrulega ef að Sjúkrabílar og svoleiðis eru í forgangsakstri þá fer maður náttúrulega út í kant, bara ekki gleyma stefnuljósinu.
En ef að þið lendið einhvern tíman að menn eru byrjaðir að flauta og blikka ykkur á Reykjanesbrautinni eða annarsstaðar farið þá í guðana bænum út í kant og hleypið þeim frammúr. Ég hef nefnilega lent í því að svona einstaklingur reyndi að keyra mig útaf af því að ég hleypti honum ekki frammúr. Þetta er kallað "road rage" og oft má litlu muna að menn sleppi sér alveg þegar þeir eru í svoleiðis kasti.
Síðan í lokinn vil ég bara minna ykkur á að þessi vegur heitir
Reykjanesbraut og er það ekkert rangnefni. Þessi vegur liggur frá Sandgerði og til Reykjavíkur og samkvæmt rökum Leo M þá ætti þessi vegur að heita Sandgerðisvegur. Þessi vegur tengir alla bæi á Suðurnesjum við restina af landinu og liggur eftir
Reykjanesskaga og nota flestir veginn til að fara í
Reykjanesbæ. Því finnst mér Reykjanesbraut bara ágætis nafn á þessum veg.