bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 18:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Svolítið svekkjandi
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 21:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Í gær tók ég bílinn í gegn. Ég þvoði hann, utan og innan, gerði allt plast svartara, ég hreinsaði felgurnar og allt í góðu.
Ég lagaði líka annað nýrað sem er búið að vera hálf laust síðan ég keypti bílinn, þurfit að losa hlífar og svona.

Allavegana í morgun var ég að fara í skólann, var frekar seinn eins og venjulega. En ég fór af einhverjum ástæðum aðra leið en venjulega en allt í lagi með það.
Þegar ég var á miklubrautinni að fara framhjá Hljómskálagarði ætlaði ég að stytta mér leið með því að beygja inn hjá BSÍ og keyra þar. Þannig að ég skipti um akgrein, en svo var svo lítil umferð að ég ákvað að halda áfram miklubr.
Þegar ég var ný hættur við að beygja og bílinn fyrir framan var svona 2-3 metrum fyrir framan ljósin kom gult og konan á bílnum fyrir framan ákvað ákvað að vera öðruvísi en 99% Íslendinga og nauðhemla til þess að fara ekki yfir á græn gulu. Ég var nýbúinn að troða mér á þessa akgrein og hvað haldiði jú ég lennti aftan á henni.
Sem betur fer náði ég að hægja vel á mér og lá á flautunni og hún "læt sig renna áfram" þannig að ég skemmdist nánast ekkert og það sást ekki á hennar bíl þannig að ég viðurkenndi sekt mína, við tókumst í hendur og héldum áfram.

Ég fékk varadekkið hennar (hún var á Izuzu jeppa) fyrir hliðina og á BMW merkið á húddinu, það kom smá beygla þar og smá nudd. Svo fékk ég krókinn hennar í stuðaran og það kom smá gat.
Ég ætla að láta rétta og massa upp húddið, held að það þurfi ekki að sprauta, en ég held að ég kaupi mér bara M3 stuðara í sumar (sorrý Bebecar, svezel og aðrir stock police).


Ég er samt nokkuð sáttur, hélt fyrst að ég hefði rústað bílnum. En þetta var fyrsti áreksturinn minn og vonandi sá síðasti, sem betur fer var hann bara pínulítill.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 21:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Greyið kallinn!

Gott að þetta var allavega ekki meira en þetta!
svo lítið á hinum bílnum að hún var til í að sleppa þessu bara?

Það finnst mér fallega gert.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 21:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
bjahja wrote:
en ég held að ég kaupi mér bara M3 stuðara í sumar (sorrý Bebecar, svezel og aðrir stock police).


úff ekki mundi ég vilja vera stimplaður einhver stock police.... :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 22:13 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Æjjj, djöfull leiðinlegt að heyra þetta :cry:
En sem betur fer fór ekki verr :P
En þessi pest er víst bara að ganga þ.e að BMW klessi á :x

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 22:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
arnib wrote:
Greyið kallinn!

Gott að þetta var allavega ekki meira en þetta!
svo lítið á hinum bílnum að hún var til í að sleppa þessu bara?

Það finnst mér fallega gert.


Það var nefninlega magnað að það sást nákvæmlega ekkert á hennar bíl, held að vara dekkið sem hún var með á afturhleranum hafi bjargað mér.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 22:15 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
BMW 750IA wrote:
Æjjj, djöfull leiðinlegt að heyra þetta :cry:
En sem betur fer fór ekki verr :P
En þessi pest er víst bara að ganga þ.e að BMW klessi á :x


Ég hef tekið eftir þessu og þá sérstaklega E36, kannski er það bara vegna þess að vitleysingar eins og ég kaupum svoleiðis :lol:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 22:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Úff ljótt að heyra maður, ég samhryggist.

Þetta kemur fyrir, það er alltaf eitthvað af fólki sem keyrir alveg út í hött. T.d. var ég í dag á Miklubrautinni á svona 90-100 og er að fara framúr nýlegum Golf þegar hann beygir allt í einu fyrir mig. Það var mesta mildi að ég náði að rikkja frá og valda bílnum hjá mér því ég þurfti nánast að taka 90°beygju til að klessa ekki inn í hliðina á honum. Ef ég hefði keyrt á hefði ég örugglega verið dæmdur í órétti því bíllinn var hægra megin við mig og ég aðeins yfir löglegum hraða.

Lýst ágætlega á M-stuðara dæmið hjá þér, ég er nú ekki í fasista-"stock-police" :lol:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Þú ert allavega ekki sá fyrsti sem verður með M stuðara. Verðum við þá ekki allavega orðnir þrír með svona. Verður helvíti gaman að taka svona hópmynd af þeim... :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Apr 2003 23:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Damn ljótt að heyra. Sem betur fer var þetta ekkert meira.
BTW velkominn í M3 stuðarahópinn fyrir sumarið :D

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 08:23 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Úff ég samhryggist! Ömurlegt að lenda í svona... en góð afsökun til að kaupa M3 stuðara :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
annars er þetta mjög leiðinlegt að heyra bjarni minn, þú hefur kannski fenggið smá forsmekk af því hvernig mér leið þegar bíllinn minn var "ónýtur" ! en hann er bara orðinn betri núna :)

haffi ert þú með m-stuðara ? m-stuðarar rúla!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 10:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
nei ég er að ákveða hvort ég eigi að kaupa E46 lúkkið eða E36 :roll:
Annars man ég hvað ég var illilega svikinn þegar ég fór á rauðu yfir biluðumferðaljós þegar ég var nýbúinn að fá 520 bílinn minn. Tókst að klippa mözdu 323 í sundur. En sem betur fer engin slys á fólki, nema hvað bimminn tók á sig 80.000kr. tjón sem er ekki neitt!! :wink:

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 13:05 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Hver selur M-Stuðarana?

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 15:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Haffi wrote:
nei ég er að ákveða hvort ég eigi að kaupa E46 lúkkið eða E36 :roll:


Ég var einusinni að pæla í þessu en núna er ég algjörlega á móti E46 lúkkinu, mér finnst það ekki samsvara restinni af bílnum. Bílinn er með hvassar línur en E46 mjúkar.
Gerðu samt bílinn þinn eftir þínum smekk, ekki annara manna. Nema ef þú lætur álvæng þá ríf ég hann persónuleg af :lol:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 08. Apr 2003 18:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
flamatron wrote:
Hver selur M-Stuðarana?


minn er úr b&l kostaði svona 100þúsund með listum og kösturum :shock: en ég borgaði ekki þannig að... :lol:

annas sá ég einhverntímann m stuðara í ÁG en ég veit ekki hvort það sé ódýr eftirlíking seld dýr í ÁG eða hvað. minn er allavega orginal m-tech, sem er gott :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group