bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 06:17

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Mar 2004 16:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Benzari wrote:
Austmannn wrote:
Getur þú sent mér link á þann bíl, langar að sjá hann :)



Vantar því miður myndir, einhverjir búnir að skoða gripinn?
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 91&start=0


Ef þetta er bíllinn sem ég held að þetta sé þá er hann ekki til sölu, en hlutirnir hafa yfirleitt "rétt" verð og eru þannig ávallt til sölu. ;)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Mar 2004 19:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ef við erum að tala um gráa M3 bílinn, þá hef ég heyrt að fyrir eina og hálfa kúlu sé hægt að ræða málin

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Mar 2004 22:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Hvað eruð þið alltaf að hugsa og velta ykkur uppúr þessum verðum á bílum. Gerið bara eins og ég, hugsið gullnu regluna sem faðir minn miðlaði til mín og pælið ekki meira í þessu.

Bíll er ekki meira virði en hann selst á!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Mar 2004 00:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Kristjan PGT wrote:
Bíll er ekki meira virði en hann selst á!
Pabbi þinn er ekki vitur maður því það er hægt að ná góðum dílum á mörgum bílum sem er miklu meira virði :roll:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Mar 2004 08:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Verð á einhverjum hlut og "virði" hans fyrir einhvern er ekki sami hlutur.

Verð er það sem hluturinn selst á í viðskiptum á milli manna.

Virði hans fyrir kaupanda iog seljanda þarf hinsvegar ekki að vera það sama.

Einfalt dæmi er þegar menn eru að kaupa fyrirtæki. Þó svo að fyrirtækið hafi "verð" þá getur verði að það sé "verðmætara" í höndunum á einhverjum öðrum aðila.

T.d. hefur óviðgerður tjónabíll ákveðið verð, en mjög mismunandi verðmæti.

Ef aðili sem getur sjáfur gert við kaupir þá felast viðbótarverðmætin í þekkingu þess sem kaupir hann og gerir við.

Ef aðili sem getur ekki gert við kaupir hann, þá felst verðmæti bílsins hugsanlega í kaupverði + viðgerðakostanaði og mismun á þeim heildarpakka og því verði sem viðkomandi hefði þurft að greiða fyrir samskonar bíl, en það þýðir ekki endilega að sami aðili geti selt viðgerða tjónabílin á því verði.

Verðmætið er því premían á milli heils bíls - (tjónabíll+viðgerðir) = sparnaður+ánægja. Þó svo að það muni aldrei komast í verð.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Mar 2004 09:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
jonthor wrote:
Langaði bara að bæta eftirfarandi inn:
fart wrote:
hverjum er ekki sama um þetta verð.. ef hann vill selja á þessu verði þá það, þá er bara spurning um hvort einhver vill borga það... of EF EINHVER VILL BORGA ÞAÐ VERÐ ÞÁ ER ÞAÐ "RÉTTA" VERÐIÐ Á BÍLNUM.

Nákvæmlega!
saemi wrote:
Viðmiðunarverð er eitthvað sem er ekki til á gömlum bílum að mínu mati. Það er bara gangverð þar á bæ. Það sem kaupandinn borgar :?

Nákvæmlega!!

p.s. Nákvæmlega!!!


Nakavaemlega Jon!

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Mar 2004 09:33 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
MR HUNG wrote:
Kristjan PGT wrote:
Bíll er ekki meira virði en hann selst á!
Pabbi þinn er ekki vitur maður því það er hægt að ná góðum dílum á mörgum bílum sem er miklu meira virði :roll:


Þarna finnst mér herra hangandi vera að skjóta sig í löppina!

Ef þú kaupir bíl á einhverju X verði, þá er X verðið það virði sem bíllinn er Á ÞEIM TÍMA FYRIR BÆÐI SELJANDAN OG KAUPANDAN.

Ef þú færð bíl á 1.300 þús stgr. en það er sett á hann 2.100 þús, þá ertu ekki að fá hann langt undir því virði sem hann er. Þá er hann 1.300 þús króna virði fyrir seljandan/kaupandan.

Þess vegna stenst alveg spakmæli pabba gamla. \:D/

Málið er bara að þetta er allt svo afstætt. T.d. er tímafactorinn stór hluti af þessu. Ef þú hefur tíma til að bíða eftir rétta kaupandanum, þá eykst virði bílsins samkvæmt spakmælinu.

Sumir bílar eru komnir langt niður fyrir eðlileg afföll. Þá er hægt að gera "góðan díl á þeim langt undir því virði sem þeir eru". ... En er það langt undir virðinu? Er virðið ekki það sem menn ertu tilbúnir að borga??

Þetta er bara mjög afstætt og fer alveg eftir því við hvað maður miðar þegar maður talar um virði. En þegar talað er um virði held ég að maður verði að ganga út frá gangverði á bílunum. Númer 1,2 og 3 er að sjálfsögðu VERÐIÐ.

Það er ekki hægt að segja að bíll sé meira virði en það sem markaðurinn vill borga, þó svo að skv. upprunalegu söluverði ætti hann að vera dýrari.

En ég verð að segja það að stundum blöskrar mér hvað hægt er að fá mikinn bíl fyrir lítið verð. Þá er verið að selja bílinn á svo lágu verði, t.d. 750 BMW sem selst á miklu lægra verði en segjum 730d / 740d, þó svo að þetta sé miklu betur búinn bíll. Það bara einfaldlega skiptir svo miklu máli hvað markaðurinn vill.

Ég er kominn í virðishring ](*,)

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Mar 2004 10:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Quote:
Ef þú færð bíl á 1.300 þús stgr. en það er sett á hann 2.100 þús, þá ertu ekki að fá hann langt undir því virði sem hann er. Þá er hann 1.300 þús króna virði fyrir seljandan/kaupandan.


Þarna er ég ekki alveg sammála þér Sæmi:

1.300þús er rétta verðið á bílnum, það deildir engin um það. Annars væri bíllinn ekki að seljast á 1.300þús.

EN.... Viðri bílsins er 1.300þús fyrir seljandan (hann fær 1.300þús) en virði kaupandans er væntanlega meira. Af hverju, jú annars væri hann ekki að kaupa þennan bíl, heldur einhvern annan á 1.300þús sem myndi gefa honum meira virði.

Ástæða þess að hlutirnir skipta um hendur eru mismunandi mat á virði hluta, en þeir skipta alltaf um hendur á réttu VERÐI.

Annars væri ég atvinnulaus. :cry:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 32 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group