Það er víst kominn tími á Inspection II hjá mér (var að toppa 150k) svo ég skoðaði bílinn skv uppskrift BMW.
Meiningin var að fara sjálfur yfir uppskriftina og finna það sem þyrfti að laga, kaupa og fá handlaginn náunga til að skifta um ...
Jæja, það kom á daginn að dempararnir að framan voru farinir að leka, svo best væri að skifta um þá. En .... það virtist enginn eiga þá hér á landi, hringdi í B&L, TB, Bílanaust, GS, Stillingu ... engir demparar.
Það skrítna var að aðeins í GS var einhver viðleitni að athuga hvenær þeir gætu átt par af dempurum. Ég gekk á þá í TB og spurði hvenær ég gæti keypt þetta hjá þeim, en svörin voru : "þetta er ekki til og ég veit ekki hvenær við eigum þetta"
Takk fyrir þjónustulundina á þeim bæ !
Þá var bara að prófa þjónustuna í Dk, fór á vefinn og pantaði 2 stykki framdempara og hringdi svo í þá (bjó í Dk í rúm 5 ár og er mellufær í dönsku). Spurði fyrst hvort maður ætti nokkuð að borga momsinn (vask) þar sem Ísland væri ekki í EB, þeir voru ekki vissir

en ætluðu að athuga málið.
Síðan sendu þeir mér póst þar sem fram kom :
Her har du det samlede beløb du skal indbetale på vores konto:
31-31-1-096-858 Støddæmpere for 2 * 899,-
T39S Tågelygtesæt E39 1 * 1.075,-
Fragt 1 * 225,-
Samlet pris Danske kr. 3.098,-
Beløbet skal indsættes på vores konto:
Danske Kroner 3.098,00
BG Bank
Bank nr. 1199
Konto nr. 60015007
SWIFT DABADKKK
Fax venligst en kvittering til os på betalingen - så kan vi hurtigere sende varen. Fax nr. 0045 65940098
Sem sé engin moms.
Það var engin möguleiki að gefa bara upp VISA kort númerið sitt
Ég renndi niður í banka og sendi aurana í símgreiðslu, og lét bankann faxa kvittun í þá. Ég var svo rétt nýkomin út úr bankanum þegar þeir hringdu í mig, voru búnnir að fá faxið og vildu fá stell númerið á bílnum til að vera vissir um að senda mér réttu varahlutina
Nú er svo bara að bíða og sjá hversu auðvelt verður að fá dótið afhent úr tollinum.
Spurði reyndar líka eftir Rondell 58 settinu og það selst eins og sést á mynd með BF Goodrich dekkjum.