bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 28. May 2025 23:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Aug 2007 12:23 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Ég er að drepast úr forvitni, enda alltaf gaman að lesa skemmtilegar sögur.

Þessi cruize vefur krefst þess hinsvegar að ég loggi mig inn og það veltur á Administrator hvort umsókn mín í klúbbinn verður samþykkt. Það virðist vera erfiðara að komast í þennan leyniklúbb heldur en að sækja um íbúðalán :?

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Aug 2007 12:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
grettir wrote:
Ég er að drepast úr forvitni, enda alltaf gaman að lesa skemmtilegar sögur.

Þessi cruize vefur krefst þess hinsvegar að ég loggi mig inn og það veltur á Administrator hvort umsókn mín í klúbbinn verður samþykkt. Það virðist vera erfiðara að komast í þennan leyniklúbb heldur en að sækja um íbúðalán :?

OG :!:

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Aug 2007 12:39 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
Quote:
Jæja, þar sem ég hef nú ekki mikið að gera langar mig bara aðeins að skrifa.. smá pistil.. eða hvað sem ætti að kalla þetta.
Eins og margir er ég bara ,,fátækur” námsmaður og veð ekki alveg í peningum, þarf ég stundum að finna mér hluti sem kosta sem minnstan pening.
Þetta er svona smá saga um hvernig hægt er að bjarga sér smá.

Pabbi var að fara eiga afmæli og ég var alveg staðráðin í því að gefa honum eitthvað flott í afmælisgjöf. Hann sem er búinn að gefa mér svo ógeðslega mikið og aldrei beðið um neitt í staðin í raun og veru, t.d. gerði hann upp bíl handa mér, borgaði bílprófið mitt og hefur alltaf verið góður pabbi..
Ég fór út að leyta að einhverju flottu til að kaupa handa pabba en allt sem ég fann var alltof dýrt fyrir mig, hafði enganveginn efni á því sem mig langaði til þess að gefa kallinum.
Svo ég settist niður fyrir framan tölvuna, án þess að hafa fundið eitt né neitt til að gefa kallinum, frekar pirraður.
Ég settist niður og opnaði þetta venjulega á netinu, huga,l2c og töfluna.
Inná l2c var þessi flotti þráður um Onno M5 sem margir hafa dáðst af, enda þvílík græja.
Ég hugsaði með mér ,,djöfull yrði geðveikt að geta gefið pabba einn svona”, pabbi hafði sagt mér margar sögur af BMW-inum sem hann átti á sínum tíma, sem hann svo seldi til þess að geta lánað systur sinni pening fyrir íbúð. Pabbi gerði hann upp sjálfur, hann fékk hann nánast í kössum, allur ryðgaður og ljótur. En hann tók sig saman og málaði hann grænan og skipti um allt sem þurfti að skipta um, alveg svakalega ánægður keyrði hann um á honum í smá tíma. Pabbi fær en svona glampa í augun þegar hann sér gamla BMW.
Ég ákvað þá að hafa samband við Þórð, eiganda Onno, og spyrja hvort hann vildi ekki taka gamla kallinn í smá rúnt og kynna hann fyrir óarga dýrinnu sem bíllinn hans er. Ég hugsaði með sjálfum mér ,,hverju hef ég eiginlega að tapa?”.
Ég sendi honum póst í gegnum L2c þar sem ég tók fram hversu awesome pabbi minn er, algjör hetja í mínum augum.
Svarið sem ég fékk til baka kom mér virkilega á óvart, ég þekki manninn ekki neitt og svaraði hann játandi. ,,Ekki málið maður, pikka hann bara upp þegar búið er að laga Onno aðeins” , ég fékk algjört sjokk, bjóst enganveginn við þessu svari.

Nokkrum dögum seinna hafði ég aftur samband við hann Þórð, sagði honum hvert hann ætti að koma og svona.
Pabbi kom heim um kvöldið alveg dauðþreyttur eftir vinnuna, hann settist niður, fékk sér bjór, fór svo í sturtu og ætlaði svo bara að fara slaka aðeins á. Ég stekk niður og segi við pabba ,, drífðu þig í föt, við erum að fara soldið” Hann var alveg steinhissa og vissi ekkert hvað var í gangi, en hann fór og klæddi sig og spurði svo hvað í andskotanum væri eiginleg að mér. Ég sagði honum svo alla söguna og að Þórður myndi koma eftir 15mín og við yrðum að vera tilbúnir.
Eftir 15 mín heyrðum við urrið í bílnum fyrir ofan og strax byrjaði pabbi að brosa.
Ég gekk að Þórði og tók í hendina á honum og þakkaði honum innilega fyrir. Pabbi settist svo fram í og ég aftur í. Svo fór Þórður af stað, þvílíkan kraft hef ég sjaldan upplifað, aaalgjör græja. Fórum upp í Mosfellsdal þar sem tekið var á græjuni, alltaf haldið sér á löglegum hraða:lol:.
Svo renndum við aftur heim og Þórður leyfði pabba að skoða allan bílinn og kynnti bílinn fyrir pabba. Pabbi hringsólaði í kringum bílinn og skoðaði og skoðaði og skoðaði, ofaní húddið,undir bílinn og auðvitað lakkið á bílnum enda bílamálari.
Eftir þennan túr þökkuðum við fyrir okkur og gengum inn.

,,Djöfulsins rugludallur getur þú verið Óli..” Sagði svo pabbi og hló.

Ég vill endilega þakka honum Þórði en og aftur fyrir, held að fáir hefðu nennt að standa í svona vitleysu eins og hann gerði.

Tek það fram að ég er ekkert sérstaklega góður penni, athyglisbrestur í hámarki ásamt smá lesblindu. Vona bara að einhver nenni að lesa þetta Laughing


Hér er sagan :D

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 14. Aug 2007 22:00 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Takk fyrir þetta :D
Sumir voru greinilega ekki að skilja hintið, en svona er þetta internet bara.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 63 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group