Fór á þessa kynningu í dag, frábærlega vel heppnað. Fór með félaga mínum sem á það nýjan BMW að það var hringt í hann og honum boðið.
Semsagt smá fyrirlestur og kynning á xDrive svo ekið á 500 og 300 bílum, x náttúrlega, að litlu kaffistofunni og þar biðu X5 og X3 bílar, keyrt upp í bláfjöll og hemlun æfð svo í gryfju nálægt litlu kaffistofunni og maður fékk að prófa xDrive kerfið og kerfið sem bremsar bílinn niður í brekkum. HillDescentControl ef ég man rétt.
Svo aftur til baka á 300 og 500 bílunum og snittur, gosdrykkir og spjall í B&L. Virkilega skemmtilegt að mínu mati og B&L eiga hrós skilið.
Ég spjallaði aðeins við þýska gaurinn, á þýsku, og var að spyrja um læst drif í e90, hann sagði að ég yrði bara að keyra á hlið um bæinn í e30 og eiga gott samstarf við dekkjaframleiðendur
