bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 07:07

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: B&L - BMW xDrive days
PostPosted: Sat 27. May 2006 19:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Fór á þessa kynningu í dag, frábærlega vel heppnað. Fór með félaga mínum sem á það nýjan BMW að það var hringt í hann og honum boðið.
Semsagt smá fyrirlestur og kynning á xDrive svo ekið á 500 og 300 bílum, x náttúrlega, að litlu kaffistofunni og þar biðu X5 og X3 bílar, keyrt upp í bláfjöll og hemlun æfð svo í gryfju nálægt litlu kaffistofunni og maður fékk að prófa xDrive kerfið og kerfið sem bremsar bílinn niður í brekkum. HillDescentControl ef ég man rétt.
Svo aftur til baka á 300 og 500 bílunum og snittur, gosdrykkir og spjall í B&L. Virkilega skemmtilegt að mínu mati og B&L eiga hrós skilið.
Ég spjallaði aðeins við þýska gaurinn, á þýsku, og var að spyrja um læst drif í e90, hann sagði að ég yrði bara að keyra á hlið um bæinn í e30 og eiga gott samstarf við dekkjaframleiðendur :lol:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 27. May 2006 19:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Þurfti að skreppa á Selfoss um daginn með félögum mínum og í baksýnisspeglinum sjáum við 500 bíl og X bíl koma á svaka ferð og þeir taka fram úr bílum trekk í trekk sem er svo sem í lagi... en mér fannst þeir persónulega alltof tæpir hvað varðar yfirsýn yfir hvort möguleiki hafi verið á bíl á móti... þeir voru bara í eltingaleik.

En hljómar kúl :)

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. May 2006 17:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
Bölva því að hafa ekki komist :cry: Fenguði ekki að prófa bílana Almennilega :naughty:

_________________
E39 530D ///M Sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. May 2006 17:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
Pabbi fékk svona boð í fyrra og ég fór auðvita (óboðinn) með honum :D

Þessi dagur var alveg geðveikur á til myndir af þessu og gaman að sjá hvessu góðir bílar þetta eru.

Fórum í enhverja grifju hjá bláfjallaveginum, og prufuðum Xdrivið á einum stað var bílin með annað afturdekkið á lofti og framdekkið hinumeginn og þýski gaurinn vaggaði bílnum með einum putta. og svo átti maður bara að gefa í og bíllin klóraði sig ur þessu.

Bremsuprufunin var sérstaklega skemtileg við áttum að fara upp í 90 kmh og ýta eins fast á bremsuna og við gátum en það var snjór og kalki öðurmegin en þurt malbik hinumeginn, og þvílikt sem þetta stoppaði.

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. May 2006 22:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Maður fékk að taka vel á bílunum, þeir sögðu "akið bílunum eins og þið akið ykkar bílum" þannig maður fór að sjálfsögðu varlega enda ekki um ódýra bíla að ræða.
Gaurinn tók einmitt þetta trikk með að láta bílinn vagga og taka svo af stað þ.e. með grip á 2 hjólum h&v megin á sitthvorum ás.
Þetta er náttúrlega markaðsdeildin sem stendur fyrir þessu þannig þeir vilja fyrst og fremst selja bílana. Ég sagði að ég yrði bara varahlutakaupandi a.m.k. næstu 10 árin :lol: en maður fer góðum orðum um þessa bíla þannig þeir fá nú eitthvað gott til baka frá mér.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. May 2006 22:50 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 11. Mar 2004 15:51
Posts: 300
Í þetta seinn var þetta sent á alla Land Cruiser 120 eigendur, bréf, í neðst í því bréfi stóð, vonandi megum við hafa samband við þig útaf þáttöku og eitthvað, leið og ég sá þetta,,,,,,,,,,,,,,,,

,,,,þá bara ekki séns að maður komist í þetta. Litlar líkur á að það væri hringt í mann. Hefði feitt verið til í að fara.

Ekkert smá pirraður


Góðar stundir

_________________
Kristján


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group