Ég var úti að rúnta áðan og svona farinn að hyggja á heimferð þegar ég sé falleg xenon ljós við hringtorgið hjá Ellingsen......SL55 Carlson mættur á svæðið!
Jæja ég elti og við tökum run eftir Ánanaustum og þegar ég er að detta í 3.þrepið þá kemur Carlsoninn öskrandi framúr-----------BREMS!-------komnir að JL hringtorginu. Við tökum það á ferðinni og núna er það round 2: Hringbraut!
Ég elti og Hringbrautin tekin
frekar hratt....þangað til við stoppum við Hofsvallagötu [Carlson fremstur og ég fyrir aftan] - Ég blikka hazard og gef honum thumbs up-> jæja nú er það round 3....
Grænt---> Carlson af stað og gjöfin svo í gólfið, ég held í hann út 1.þrep svo er það bara bless bless. *brems* Ég renni upp að honum áður en komið er að hringtorginu við Þjóðarbókhlöðuna-> við skulum taka eitt run enn eftir Suðurgötunni
Jæja hlið við hlið á 30 OG gjöfin í gólfið.....núna er það 1.þrep ég á undan, 2.þrep hann rennur rösklega framúr og svo bara bless! Hægjum á hlutunum....göngum hægt um gleðinnar dyr...
Við köllumst eitthvað á og þeir segja með glottand svip "Er þetta virkilega V12", ég stappa og sýni þeim að það er engin handborvél í húddinu en það var stutt run.
Stoppum og spjöllum svo létt saman, allir sáttir, þeir þakka mér kærlega fyrir run og ég slíkt hið sama....það er engin skömm að tapa fyrir svona tæki!
Djeeeeeeefull er ég sáttur með vinnsluna á m70 og eins og margt oft hefur komið fram hér á kraftinu: þessi Carlson bíll er bara bull
