Ég var að fá inn um lúguna hjá mér stórt umslag sem innihélt boð í golfmót áhugamanna á vegum BMW, ásamt kynningarbæklingi af nýja E90 bílnum.
Thomas Már Gregers wrote:
Reykjavík, 11. júlí 2005
Kæri BMW eigandi
Tilefni Þessarar póstsendingar er að kynna fyrir þér BMW golfmót sem haldið er árlega hjá Golfklúbbi GKG í Garðabæ.
Vinningshafar mótsins komast á úrslitamót sem haldið er í Thailandi n.k. haust. Til að gera hlutina einfalda er þetta stærsta og glæsilegasta áhugamannamót sem haldið er í heiminum í dag. Í umslaginu er lítill bæklingur sem inniheldur nánari útskýringar á golfmótinu. Fyrir stuttu kynnti B&L til sögunnar glænýja BMW 3 línu. Ef þú hefur ekki komið til okkar í reynsluakstur hvetjum við þig til að koma í heimsókn og prófa, bíllinn sem hefur slegið í geng, enda hinn allra glæsilegasti og ekta "Bimmi" eins og margir segja. Til fróðleiks sendum við einni lítinn bækling um 3 línuna.
Njótum sumarsins!
Með bestu kveðju,
Thomas Már Gregers,
söluráðgjafi BMW
Fá allir BMW eigendur þetta heimsent?
Ég held ég leggi allavega leið mína þarna uppeftir til að fá að prófa þristinn, hann virðist bara nokkuð spennandi..