Pælingar og aftur pælingar. Maður fær aldrei leið á því að nostra við BMW inn hjá sér
Ég var aðeins að pæla, það er smá grjótkast hér og þar á bílnum hjá mér (þar á meðal eftir eina leiðinlega akureyrarferð)
Ég var að spá í að bletta aðeins í þetta. Og þá koma spurningarnar
Hvar er best fyrir mig að fá lakk sem er svipað mínum bíl ?
Hvernig er best að gera þetta ? Þarf maður ekki að kroppa aðeins í sárið svo það komi ekki ryð í þetta?
Eins var ég líka að pæla með bón, þar sem bíllinn minn er dökk blár þá koma svona hvítar skellur í þar sem smá doppur eru í lakkinu. Lúkkar ekkert sérstaklega fallega, hafa menn verið að láta blanda fyrir sig litað bón eða einhvað slíkt ?