Jæja, maður á nú ekki sjö dagana sæla undanfarið.
Ég kom úr vinnunni áðann og kom að bílnum mínum í talsvert öðru ástandi en ég skildi við hann. Var fyrst soldið hissa þega ég sá einhver glerbrot í kringum bílinn sem ég hafði ekki tekið eftir þegar ég lagði.
En þegar ég kom að bílnum þá fór ég næstum því að gráta. Það er búið að brjóta báðar hliðarrúðurnar á vinstri hliðinni, sparka hurðarnar á sömu hlið í klessu og sömuleiðis vinstra frambrettið.
Ég verð að viðurkenna að ég er, þótt furðulega meigi virðast, ekkert reiður en er hinsvegar alveg rosalega ROSALEGA leiður og sár að einhver geti vanvirt það sem maður er búinn að leggja ómældan tíma og peninga í að gera hluta af sjálfum sér.
Bílinn er að sjálfsögðu allur fullur af glerbrotum og svo eru fullt af rispum á lakkinu eftir glerbrotin, þá er ég að tala um staði sem sluppu annars, eins og toppinn t.d
Ég var eins og síðast

með bílinn á planinu niðri á höfn, fór í vinnuna kl 21:00 og kom að bílnum kl 02:00.
Ef einhver varð var við eithvað á þessum tíma niðri á höfn þá má hann endilega hafa samband við mig. Bílinn var á mjög áberandi stað en þetta lítur út fyrir að hafa verið gert í flýti vegna þess að geislaspilarinn og allt var skilið eftir.
Eitt er allavegana víst, bílnum mínum verður aldrei framar lagt nálægt miðbænum að kvöldi til og 2 way þjófavörn er kominn mjög svo ofarlega á listann hjá mér.
En eins og segi, væru allar upplýsingar mjög vel þegnar.
Bjarni Hjartarson
695-0656
Bjarnihjartar@hotmail.com
