[8. september 2021]
Jæja ekki mikið gerst í bílnum síðan að Hr. X fór á sunnudag fyrir viku, náttúrulega búinn að vera busy að mála og sjæna skúrinn.
Byrjuðum samsetningu með bera blokkina mánudaginn áður og það voru nokkur WTF móment sem hefðu getað farið verr.....
Fyrsta var þegar við vorum að gappa hringi og setja stangir í stimpla. Ég var búinn að leggja þetta allt voða flott út á borðið og hafði tilbúið. "Where are the wrist pin clips" var spurt.... Leituðum á borðinu en ekkert fannst. Sem betur fer hafði ég ekki hent kassanum utan af stimplunum og hann lá enn bakvið sandblásturskassann. Með splittunum sem betur fer! Eins gott að ég var ekki búinn að henda kassanum!
Næsta ves var að ég fann hvergi keðjuna í olíudæluna. Leit ekki vel út! En var eitthvað að tékka partanúmer á þessu í Realoem þegar ég sá að þetta var sama keðja og í heddinu milli ásanna. Þannig að við raiduðum annað af gömlu heddunum og náðum okkur í keðju.
Nú var komið að lokasprettinum nóttina áður en hann flaug heim. Vélin fór í um kvöldið og allt leit vel út, calibrateuðum throttle body og svo kom að því að fara að setja í gang. Þá kom í ljós að nýi startarinn var ekki að virka... damn. Eftir smá debug kom í ljós að jörðin á mótor var ekki að fá nógan kontact við boddíið. Quick fix, hjúkk.
Eftir að startarinn var farinn að þýðast okkur kom í ljós að rafgeymirinn var ekki að meika að snúa mótornum. Tengdum Caravelluna beint inn á start terminal að framan (virkaði ekki að hlaða/tengja í gegnum rafgeymi afturí) en hún var ekki nógu sterk til að snúa (70 Ah vs. 110 Ah) þannig að Hr. X hjálpaði með því að snúa crank með skralli meðan ég startaði.
No go, vildi ekki starta. Þá kom í ljós að tölvan var ekki að fá signal frá sveifarásskynjara. Þá kl. 1:30 um nóttina mundi ég einmitt að sá skynjari fór í mauk þegar við tókum kassann af fyrir svolitlu. Og var ekki búinn að panta nýjan. Fuck.
En, viti menn, þetta fannst uppi í hillu í skúrnum úr pöntun frá 2016. Skiptum um skynjarann (sem var illilega fastur/samgróinn á sínum stað) og bingo, kvikindið hrökk í gang rétt fyrir 3 um nóttina, bílskúrinn opinn og bara flækjur á mótor
Þetta gekk semsagt ekki alveg þrautalaust!
Einnig var Hr. X ekki alveg on board í byrjun með að hreinsa allt og þrífa svona vel en eftir því sem leið á og þetta fór að taka á sig mynd svona clean og flott þá var hann farinn að laumast í blásturskassann og þrífa parta inn á milli
En allavega gaman að vinna með fólki sem kann sitt - hann er búinn að setja saman ca. 100 svona mótora og því ekki lengi að þessu. Síðast þegar hann setti mótorinn minn saman 2006 byrjaði hann á miðvikudegi með bera blokk og bíllinn keyrandi á föstudegi. Við vorum lengur núna með pjatti, lagandi til eftir vélarsalssprautun og svo tjúnandi bíla inn á milli.
Áðan setti ég svo nýjan rafgeymi í og hann startaði í fyrsta sinn án hjálpar
http://www.youtube.com/watch?v=pRKGaZRnxdE&Nú raða ég svo restinni saman í rólegheitum og þríf allt upp og shæna sem fer framaná bílinn og út að keyra á næsta ári. Svo ef þarf verður tölvan fínstillt þegar Hr. X kemur í vor.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...