bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 31. Oct 2024 23:00

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 10. Jul 2014 15:01 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Feb 2013 09:01
Posts: 104
Oft er sagt að Truth is stranger than fiction, og það sannaði sig svo sannarlega í þessu tilfelli.
Hjá Glitur fékk ég svo lélega þjónustu að enn þann dag í dag á ég erfitt með að trúa því að þetta hafi gerst.

Ég lennti í því að það var bakkað á E36 hjá mér á bílaplani. Afturljós brotnaði, stuðari brotnaði og ljótar rispur komu á afturbretti, þetta átti Sjóvá að bæta og ég fór með bílinn til Gliturs sem mig minnir að var næstefst á lista þeirra yfir góð verkstæði.

Þetta byrjaði á því að við þurftum að panta ný afturljós að utan þar sem ég var með aftermarket ljós á bílnum. Við völdum ljós á eBay og hann sagðist ætla að sjá um að panta þau, og þegar þau væru komin myndi bíllinn koma inn, og allt væri lagað og ljósin sett á.

Eftir um það bil tvo mánuði og margar hringingar til þeirra kom ég til að fá á hreint afhverju ljósin voru "ekki ennþá komin". Þá talaði ég við einhvern mann yfir þarna, og hann sagði mér að ljósin hefðu aldrei verið pöntuð, en gaf mér enga útskýringu hversvegna. Við fundum önnur svipuð ljós og hann sagðist ætla að panta þau, og ég fékk að fá bílinn minn inn til að gera við brotinn stuðarann.
Það var hinsvegar ekki gert vegna þess að stuðarinn hafði verið brotinn fjórum árum áður, sem var gert við, en þeir vildu ekki laga "tjón ofan á tjón". (Það sást ekki á stuðaranum fyrir tjónið, enda var búið að laga fyrra tjón)

Áfram beið ég, Tjónið sjálft gerðist í febrúar og í Júní mætti ég aftur og vildi fá svör hvað væri að gerast, afhverju voru ljósin ekki komin? Aftur kom í ljós að þau höfðu ekki verið pöntuð, og ég nennti ekki að díla við þá og fékk þau bara borguð út hjá Sjóvá. Ég setti þá bílinn inn til þeirra til að láta sprauta rispurnar á afturbrettinu, sem átti ekki að taka meira en viku.
Sjóvá tilkynnti mér þá að ég gæti ekki fengið sprautun, en þeir myndu massa afturbrettið fyrir mig. Ég fékk enga útskýringu á þessu annað en að þeir löguðu ekki "tjón ofan á tjón", þó að afturbrettið hafði aldrei verið tjónað.
Ég var alveg búinn að gefast upp á því að díla við þetta lið og sætti mig bara við þetta.

Bíllinn stóð hjá Glitur í viku, og þeir gerðu ekki neitt. Ég sótti hann á föstudegi og maðurinn sagðist hafa gert eitthvað en "hafði viljað gera meira". Ég veit að hann var að ljúga þar sem ég hafði keyrt þarna framhjá daglega og bíllinn var aldrei hreyfður, og hann var ennþá óhreinn á afturbrettinu.

Dytti ekki í hug að fara til þeirra aftur og mæli með því að sem fæstir eigi viðskipti við þessa menn.

_________________
E39 530i 2003 Mtech [BARNEY]

E53 X5 3.0d 2002 (Seldur)
E60 545i 2004 (Seldur)
E46 318i 2002 (Seldur)
E36 318i 1994 (Seldur)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Aug 2014 12:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Quote:
Hjá okkur er fagmennskan í fyrirrúmi og við kappkostum okkur um að veita fljóta og góða þjónustu.

Quote:
Starfsmenn Glitur eru þekktir fyrir að veita hágæða vinnu og þjónustu.

Quote:
Þú getur treyst á það að þú færð bestu vinnu og þjónustu sem völ er á hjá Glitur.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Aug 2014 12:27 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Þú hefðir átt að vera harðari við tryggingafélagið þitt.

Ég lenti í svipuðu með minn E30 þegar klesst var aftan á bílinn þegar hann var kyrrstæður, lagður réttilega í kant fyrir utan hús.
Tryggingafélagið ætlaði að borga mig út og kaupa bílinn á 140.000 kr. Þetta gerðist þegar ég var mjög ungur og ég átti ekki roð í leiðinlegann starfsmann tryggingafélagsins. Bað föður minn um að hringja í þá og hálftíma síðar var bíllinn kominn á verkstæði að mínu vali.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 0 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group