Það sem það er eitthvað verið að vísa í mig þá langar mig að skjóta inn nokkrum commentum.
Það er voða gaman að gera og græja, þegar það gengur upp. Það er EKKI gaman að gera og græja þegar það kostar endalaust mikið af peningum og gengur ekki alltaf eins og maður hafði óskað sér.
EFTIRÁ að hyggja hefði verið rosalega gaman að vera orðinn nokkurskonar track sérfræðingur á stock-power M3 GT, og hafa eytt 50-60,000 euro í dekk, travel, bensín og brautargjöld frekar en allt jukkið sem ég hef eytt í.
Mín skoðun í dag er..
Ef þú vilt frekar-kraftmikinn bíl sem þú vilt njóta þess að keyra, þá skaltu kaupa þér kraftmikinn bíl.
Ef þú vilt uber-kraftmikinn bíl þarftu annaðhvort að hafa efni á slíkum bíl OEM eða sætta þig við að þetta sé aldrei í lagi.
Uber-tuning er bara fyrir keppnir, drag, drift eða slíkt. Það er hægt að búa til aflmikið tæki sem höndlar ekkert fyrir tiltölulega lítinn pening. Ef þú vilt höndla eitthvað af viti þarf verulega peninga ef aflið er mikið. Eins og við höfum líka séð hjá öðrum mun boddy síðan ekki endilega þola allt álagið. Uber-Tuning græjur eru fyrir keppnir, sponsoraðar af framleiðendum. Hobby kallarnir geta tussast í þessu með takmörkuðum árangri, en tíminn og fjármunir munu á endanum sliga þá.
Þetta er mergurinn málsins. Á meðan draslið er bilað í skúrnum og buddan tóm er lítið um fahren, og þar af leiðandi ekkert freude.
Það engin skömm í því að eiga stock E34 M5, nú eða hvaða stock powered ///M bíl sem er, þó svo að það sé margt kraftmeira þá er fátt meira respect.