Jæja, ætla loks að setja inn þráð fyrir dekurdýrið.
Ég keypti þennan fyrir ári með ónýtu heddi á 1800 vélinni og á sama tíma keypti ég 325i til að fá heila vél. Ég keypti 325i bíl af Tomma Camaro og fékk hann til að skipta um vél með mig sem aðstoðarmann (ég vissi lítið sem ekkert um bíla þá en vildi fyrir allan mun læra). Meistari Jón Bras fékk svo að ganga frá fullt af lausum endum svo sem að aðlaga gírskiptinguna að kassanum (það þurfti að stytta stöngina og fleira) ásamt því að smíða hluta af pústinu. Nonni og félagar hjá TB hafa reyndar verið mér verulega innan handar þegar ég hef lent í veseni og ber ég þeim afar góða sögu.
Listin yfir það sem er búið að gera er orðin nokkuð langur, en ég ætla að setja inn nokkrar myndir á næstu dögum frá hinum ýmsu töskum sem ég hef farið útí. Á meðal þess sem ég hef skellt mér í er þetta (er alveg örugglega að gleyma helling):
-Vélar (x2) og gírkassa swap
-Nýr keilulaga loftfilter
-Veltibogar settir í (ég var næstum búinn að kveikja í bílnum við það ævintýri þegar ég sauð festingarnar)**
-Skipt um afturrúðu sem er dekkt**
-Nýjir bremsudiskar og klossar allan hringin
-18" Felgur keyptar og pólýhúðaðar**
-Þokuljósum bætt við
-Skipt um vatnsdælu og vatnslás
-Miðjustokkurinn málaður upp á nýtt**
-Afturljós skyggð**
-Lip spoiler settur á skottið**
-Króm hringir settir í mælaborðið
-Nýjir ál pedalar
-Kómuð haldföng að utan
-Nýtt leður við gírskiptinguna með krómöðum hring
-Nýr gírhnúður
-Nýjar mottur
-Framljósum breytt með því að opna þau og taka amber plastið **
-Setja analog klukku ásamt hitamæli fyrir olíuna
-Tengja bakkljósin
-Leira bílinn og bóna með rispueyðandi bóni frá Meguiars
-Setja tvöfalda diska á framan ásamt nýjum dælum
-Setja krómhringi utanum miðstöðvarstýringuna
-Ný fóthvíla
-Orginal M3 US type loftsíubox
-Miðjustokkur fyrir drykkjarföng
-Nýtt 6 cyl mælaborð svo snúningshraðamælir virki
-M gormar að aftan, z3 6cyl að framan
-Læst drif
**ég á myndir frá stjórmumerktu verkefnum.





