Jæja félagar! Nú fer að styttast í það sem allir hafa beðið eftir!
Bjórkvöld og spurningakeppni BMWKrafts!
Laugardaginn 26. nóvember kl. 19:00 á Pravda við Austurstræti
Aðgangseyrir er 1000kr fyrir meðlimi, 1500kr fyrir aðra og 500kr fyrir þá sem ætla að vera með í keppninni en ekki súpa öl. Greiðist inn á reikning 322-26-2244, kt. 510304-3730.
Keppnin fer þannig fram að á staðnum verður dregið í 3-4 manna lið og keppt í þremur umferðum og stigin talin saman á milli umferða.
Verðlaunin verða ekki af verri kantinum frekar en venjulega! Allir meðlimir sigurliðsins fá að launum 5.000,- kr. gjafabréf í verslun B&L
Sendið PM eða tölvupóst (iar@pjus.is) á undirritaðan og látið vita ef þið ætlið að vera með!
Hér eru nokkrar myndir frá því í keppninni í fyrra.
Þemað verður auðvitað svipað og síðast, þ.e. BMW og mótorsport ( en ekki hvað?!
) Til að gefa þeim sem voru svo óheppnir að missa af keppninni í fyrra smá hugmynd hvernig þetta er þá eru hér nokkrar spurningar frá því í keppninni í fyrra:
- Árið 1990 var til 12cyl BMW. Hvað hét sá mótor ?
- Hvað hét innspýtingin í M1 ?
- Hvað heitir vélin í E30 M3 ?
- Hvað er tegundarheiti X5 ?
- BMW notaði felgustærð sem hét 416. Rétt eða rangt ?
Have phun!