Þá er maður búinn að vera að fikta aðeins í bílnum og hef fundið út ýmislegt.
Þetta unit steiktist. Þetta veldur sambandsleysi í aðalljósi og mig vantar því nýtt, spurning hvar maður fær svona.
Einnig finn ég hvergi víraleiðslur fyrir þokuljós á netinu en ef einhver veit um þannig þá væri það mjög vel þegið.
Varðandi airbag ljósið, þá finnst mér fullmikið að vera borga 5500 fyrir að tengja tölvu við bílinn til að gera þetta, sérstaklega þar sem maður getur keypt airbag digital readout/reset unit á einhvern 8 þúsund kall úti. Hefur einhver hérna fengið spes díl varðandi svona mál?
Og seinast en ekki síst, ég hef séð nokkrar DIY til að losna við eggjarauðueffectið á stefnuljósum. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhver hér hefði gert þetta og með hvernig árangri
Takk fyrirfram
Óskar