Ég skipti um framhjólalegur um daginn vegna þess að hægri legan var algjörlega búinn á því. Legurnar keypti ég af Pelican parts og eru þær af gerðinni SKF sem er sama sort og þær sem voru í bílnum en ég komst að því þegar ég reif gömlu úr.

Bremsudiskurinn, -dælan, legan og bremsuhlífin komin af nafinu:

New hotness vs. old busted crap:



Splunkunýjar innri og ytri rykhlífar voru keyptar en hér er innri hlífin komin á sinn stað:

Nýja hjólalegan komin á ásamt nýrri OEM nafró:

Diskurinn og dælan komin á, búið að herða á nafrónni uppí rétta NM tölu og setja nýju ytri rykhlífina á sinn stað:

Aftari control arm fóðringarnar voru orðnar vel þreyttar og var þeim því skipt út en hér voru báðir armarnir komnir úr bílnum:

Svona leit þetta út hægra megin eftir að armurinn var kominn úr:



Nýju Lemförder fóðringarnar komnar í armana

:

Bíllinn er nú annars kominn á númer og Styling 16 undan Sjöunni umvöfðum Bridgestone Blizzak gúmmíleðri og hagar hann sér ágætlega á meðan ég bíð spenntur eftir því að komast með bílinn í kúplingsskipti sem verður vonandi í lok þessa mánaðar eða í byrjun næsta
Over & out......