Danni wrote:
Það má vera að vörurnar geti hjálpað fólki, ég þekki það ekki sjálfur, en ef sá sem framleiðir vöruna og selur vill hjálpa fólki, þá býr hann ekki til pýramídasvindl og lýgur að viðskiptavinum sínum um hversu mikla peninga það á eftir að græða, heldur kemur hann þessu í umferð á heiðarlegan hátt og hefur þetta eins ódýrt og hægt er.
Það sorglega við þetta er að það er til desperate fólk sem þarf þetta til að virka og trúir því með öllu sínu hjarta að þetta ekki bara virkar, heldur á eftir að gera það ríkt. Þetta fólk er liggur við byrjað að ráðstafa peningunum sem það heldur að það muni græða, um leið og það kaupir áskrift af þessu.
Það er ekkert nýtt í pýramídasvindlum. Það verður alltaf fólk sem gleypir við þessu og það mun aldrei verða hægt að sannfæra þetta fólk um að þetta sé pýramídasvindl.
Síðan byrjar það á þessu, voða bjartsýnt. Sér síðan eftir einhvern x langan tíma að þetta er scam, eftir að vera búið að eyða fullt af peningum í þetta og fer beint í massífa afneitun.
The only winning move is not to play.
Herbalife

Er það eitthvað öðruvísi, menn hafa verið að græða á því á tá og fingri...
Fínar sumar vörurnar frá þeim, en sé það samt ekki öðruvísi en svona Pýramída-shit eitthvað...a