Sælir, engine ljósið kom upp hjá mér um daginn svo ég lét lesa af honum og 2 hlutir komu í ljós:
AE Engine throttle valve Current-setting potentiometer 1/2 adaption error
Og
AF Engine throttle valve Driver-option potentiometer 1 adaption error
Ég hef ekki hugmynd hvað þetta er. En bíllinn minn lætur stundum (ekki alltaf) leiðinlega þegar hann er kaldur í byrjun, erfitt að gefa honum inn, eins og hann vilji ekki fara yfir 3000 snúninga, ekki eins og ég er alltaf að reffa honum upp þegar hann er kaldur. Svo örsjaldan drepur hann síðan á sér þegar ég er t.d. Stopp á ljósum og örsjaldan fer hann ekki í gang í fyrstu tilraun, en það hefur ekki gerst lengi.
Núna líka þegar ég tek bensín þá loka ég bensínlokinu mjög vel en stuttu seinna kemur "Check Gas Cap" ljósið á og ég þarf að loka lokinu aftur, stundum nokkru sinnum svo það hverfi, gæti verið að það sé eitthvað vaccum að fara þar í gegn eða?
Endilega hjálpið mér að finna út af hverju M3 er að hegða sér svona undarlega
Kveðja, Hreiðar