bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 15:13

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 14:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið

FÍB og fulltrúar frá bílaklúbbunum BMWkrafti, Íslandrover, Krúser, Live2cruize og MBKÍ komu nýlega saman til fundar til að ræða þróun orkuverðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt.

• Félögin skora á ríkið að lækka álögur sínar á eldsneyti
• Venjuleg launafjölskylda þarf 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur til að mæta auknum eldsneytiskostnaði miðað við óbreytta notkun.
• Neikvæðustu áhrifin eru á atvinnulífið á landsbyggðinni

Félögin vara stjórnvöld alvarlega við þeim kyrkingaráhrifum sem sífelld hækkun eldsneytisverðs hefur á allt þjóðfélagið. Með hækkun eldsneytis á heimsmarkaði og stöðugt hærri álögum ríkisins stefnir bensínlítrinn hraðbyri í 300 kr.

Miklar eldsneytishækkanir frá 2009 hafa dregið úr umferð um allt land. Afleiðingin er samdráttur í viðskiptum, fækkun innlendra ferðamanna og lægra þjónustustig. Fyrir marga er það orðið lúxus að bregða sér bæjarleið.

Á árunum frá 1997 til 2009 var samanlögð álagning olíufélaga ásamt skattheimtu ríkisins um 140 kr. á lítra að jafnaði, uppreiknað til verðlags í dag. Nú er þessi tala nálægt 160 kr. og aukningin felst alfarið í aukinni skattheimtu. Við bætist gríðarleg hækkun á heimsmarkaði, sem hækkar heildarverð eldsneytis. Fyrir 10 árum kostaði bensínlítrinn tæpar 30 kr. á heimsmarkaði, en nú kostar hann 94 kr. Á árunum 1997 til 2009 kostaði lítrinn af bensíni að jafnaði 178 kr. uppreiknað til verðlags í dag, en nú kostar hann um 255 kr. Um fjórðungur af þessari hækkun er aukin skattheimta ríkisins.

Venjuleg launafjölskylda þarf að hafa 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur á ári til að mæta auknum eldsneytisútgjöldum miðað við óbreytta notkun. Fyrir langflesta er eina ráðið að draga verulega úr samgöngum og nota heimilisbílinn aðeins í það nauðsynlegasta.

Ljóst er að samdráttur í samgöngum hefur afar neikvæð marföldunaráhrif, fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Ávinningur ríkisins af bensíntekjum fer minnkandi með minni umferð, þrátt fyrir aukna skattheimtu, en fyrst og fremst tapar ríkissjóður á minnkandi umsvifum í atvinnulífinu.

Bílafélögin skora á ríkisvaldið að draga úr álögum sínum á eldsneyti til að mæta þessari ógnvænlegu þróun. Lágmark er að ríkið taki ekki til sín meiri tekjur en það hefur að jafnaði fengið í gegnum árin.

Image

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 14:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Æji, á bmwkraftur heima í svona pólítik...

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 14:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
///M wrote:
Æji, á bmwkraftur heima í svona pólítik...



Afhverju ekki? Þetta er málefni sem snertir okkur alla og íþyngir meðlimum kraftsins. Þessi umræða kemur ekki til með að skaða klúbbinn og við erum ekki á leiðinni niðrá alþingi að þeyta flautur.

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 14:50 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Einarsss wrote:
///M wrote:
Æji, á bmwkraftur heima í svona pólítik...



Afhverju ekki? Þetta er málefni sem snertir okkur alla og íþyngir meðlimum kraftsins. Þessi umræða kemur ekki til með að skaða klúbbinn og við erum ekki á leiðinni niðrá alþingi að þeyta flautur.


Útaf því að þetta er áhugafélag um bmw.

Mín skoðun er að slíkt félag ætti að vera ópólítískt.

Ef einstaklingar innan klúbbsins vilja beita sér fyrir einhverju ætti það að vera í þeirra nafni en ekki klúbbsins (og stofnfélaga hans).

:)

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 14:57 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 12. May 2005 12:34
Posts: 1064
Location: Selfoss/Hveró
Sé ekkert að því að klúbburinn er með í því að þrýsta á stjórnvöld til að lækka skatta á eldsneyti! :thup:


Trúi samt mjög illa að eithvað jákvætt gerist með þessa ríkistjórn!!! (nema að þeir segi af sér auðvitað)

_________________
BMW E34 525i Sedan 1991 *LSD*
BMW E36 320i Touring 1995 .. seldur
BMW E34 520i Touring 1994 .. seldur
BMW E36 320i 1997 Seldur .. í partamat í DK
BMW E39 525D Touring 2003 seldur ... snilldar tæki
BMW E34 525i 1992 seldur með mikilli eftirsjá


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 16:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Það er rétt að það þarf að gera einhvað í þessu, þetta er rugl! :shock:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 18:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
Mér finnst flott að þetta sé gert í nafni BMWKrafts, því þetta snertir alla Kraftsmenn.

Að sýna samstöðu er það sem þetta snýst um !!!

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Mar 2012 23:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
///M wrote:
Einarsss wrote:
///M wrote:
Æji, á bmwkraftur heima í svona pólítik...



Afhverju ekki? Þetta er málefni sem snertir okkur alla og íþyngir meðlimum kraftsins. Þessi umræða kemur ekki til með að skaða klúbbinn og við erum ekki á leiðinni niðrá alþingi að þeyta flautur.


Útaf því að þetta er áhugafélag um bmw.

Mín skoðun er að slíkt félag ætti að vera ópólítískt.

Ef einstaklingar innan klúbbsins vilja beita sér fyrir einhverju ætti það að vera í þeirra nafni en ekki klúbbsins (og stofnfélaga hans).

:)



Ekki eins og það sé verið um einhverja flokkapólitík að ræða, ég held að einstaklingar innan klúbbsins séu allir á sömu skoðun varðandi þetta málefni.

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 05:39 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
gardara wrote:
Ekki eins og það sé verið um einhverja flokkapólitík að ræða, ég held að einstaklingar innan klúbbsins séu allir á sömu skoðun varðandi þetta málefni.



Allaveganna ekki Óskar :lol:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 08:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
ömmudriver wrote:
gardara wrote:
Ekki eins og það sé verið um einhverja flokkapólitík að ræða, ég held að einstaklingar innan klúbbsins séu allir á sömu skoðun varðandi þetta málefni.



Allaveganna ekki Óskar :lol:


Nei ég er það ekkert endilega.

Ef skattar verða lækkaðir á bensíni þá verða þeir mjög líklega hækkaðir annarstaðar.

Ég vill frekar hafa valið að hjóla í skóla/vinnu og spara mér peninga með því að nota bílinn minna frekar en að fá hærri vsk eða eitthvað álíka hræðilegt.

Einnig væri líka hægt að setja smá metnað í þetta og safna undirskriftum frá fólki frekar en að gera þetta í nafni áhugamannafélags.

Kíkið svo í heimsókn til Köben til dæmis, bensín er ekkert dýrt á Íslandi.

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 09:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
Þetta bensínverð er algjörlega að fara með mann, maður er í skóla og varla kemst í skólann sökum bensínleysis.

Ríkið er að taka alltof mikinn pening í skatt enn því miður munu þessir asnar ekkert hlusta á þetta.

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 09:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Að keyra og eiga bíl er ekki sjálfgefin réttindi þótt mér finnist það vera þannig hjá fólki.

Hvað þá vera í skóla og eiga eitthvað annað enn hræódýran eyðslugrannan bíl.
Ef menn eiga ekki efni á að keyra um á bíl sem þarf 20k í viðhald að meðaltali á mánuði og eyðir 10-11L/100km þá kemur nú ekki mikið annað til að greina að gera?


Ef ríkið myndi hætta að rukka gjöld af bensíni þá færist sá kostnaður bara yfir á VSK eða aðrar álagningar sem allir í þjóðfélaginu borga samann,
það er ekki beint sanngjarnt að þeir sem keyra ekki neitt þurfi að borga undir þá vilja keyra með hærri VSK?
Ef álagning af bensíni væri í beinum tengslum við tilgang álagningarinnar (safna í sjóð til viðhalds vega og þessháttar) þá væri álagninginn nokkuð líklega minni og
því eru bensín kaupendur nú þegar að borga undir aðra sem annars þyrftu að borga hærri VSK í staðinn.

Þetta á endanum er bara leikur að tölum, hvar ríkið færir tölurnar í kerfinu á bara eftir að gera X fúla eða Y fúla. Það er ekki hægt að gera vel við alla.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 09:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Edit: Ákvað að blanda mér ekki í þetta

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Last edited by Svezel on Thu 08. Mar 2012 20:47, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 10:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
Þessi áskorun okkar snýst í raun ekki bara um eldsneytiskostnað á bíla. Þetta er miklu stærra en það.
Þetta hefur áhrif á svo margt í þjóðfélaginu. Hækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti hefur áhrif til hækkunar á verðtryggðum lánum (andsk... verðtryggingin), hækkunar á flutningskostnaði innanlands (matarverð hækkar), gerir það að verkum að við ferðumst minna innanlands sem þýðir samdrátt fyrir þá sem veita þjónustu við ferðalanga, o.fl.
Þetta er í raun að kyrkja þjóðfélagið og ráðamönnum virðist standa á sama :shock:

Ísland er t.d. meira en 2 sinnum stærra en Danmörk, stærra en Írland og um 40 sinnum stærra en Lúxemburg en samt sem áður búa margfalt fleiri í þessum löndum en hérna (t.d. í Lúx 511.000).
Þegar landið er svona helv... stórt, og við búum ekki öll í örfáum Æsufellum (sem væri klárlega hagkvæmara), þá þurfum við farartæki til þess að komast frá A til B sem og að flytja hluti frá A til B (þetta snýst ekki bara um flutning á fólki). Bíllinn hefur séð um að leysa það fyrir okkur og er enn sem komið hagkvæmasti kosturinn til þess fyrir þjóðarbúið.

Núverandi stjórnvöld virðast leggja ofuráherslu á að við notum aðra valkosti við að ferðast. Almenningssamgöngur eru alls ekki nógu góðar á Íslandi (og með hækkandi eldsneytisverði þá hækka fargjöldin). Reyndar er Strætó farinn að ganga lengra en áður (t.d. til Hafnar í Hornafirði) en þar eru menn strax farnir að veita afslátt á öryggi því að þeir virðast halda að það sé allt í lagi fyrir menn að standa í strætó á 90 km hraða milli Akraness og Reykjavíkur :shock: [-X
Ekki er möguleiki fyrir alla að vera á reiðhjóli (t.d. þeir sem eru með börn á leikskólum) og svo virðist "viðmiðið" vera að ef þú átt bifreið sem eyðir of miklu eldsneyti þá áttu bara að kaupa þér sparneytnari. Hvernig sú stærðfræði gengur upp hjá Jóhönnu og Steingrími skil ég ekki.... hvernig í andsk... eiga menn að losna við "eldsneytisniðurföllin" þegar eldsneytisverð er komið upp í hæstu hæðir?
Svo er það bara tær snilld hjá "Norrænu vistvænu velverðarstjórninni" að benda fólki að kaupa vistvænni bíla s.s. eins og metan bíla. Þar fær maður "dúndurafslátt" af gjöldum og getur fengið bíl sem gengur fyrir metan og bensín (jafnvel með stóran bensíntank). Það er engin skylda að keyra á metan þegar maður hefur keypt sér metanbíl :lol: svo að ef maður er t.d. búsettur úti á landi þá er það langskynsamlegast að kaupa metanbíl þó maður hafi engan aðgang að metani.
Þá hefur maður ákveðnar efasemdir um það magn metangass sem hægt er að framleiða á Íslandi.... :roll:

Að mínu mati er þetta einfalt reikningsdæmi. Ríkið minnkar álögurnar á eldsneytið (það er enginn að tala um að afnema álögurnar) a.m.k. tímabundið (gæti fest það í krónutölu) og það mun hafa jákvæð áhrif á hagkerfið.
Vegagerðin hefur þegar sýnt fram, skv. talningum á þjóðvegum, á að ferðum hefur fækkað. Ríkið fær ekki eins miklar tekjur inn af eldsneyti og áður og þeirra leið virðist vera að auka álögurnar frekar en hitt. Það þar klárlega að útskýra fyrir ríkisvaldinu lögmálið um framboð og eftirspurn :twisted: .
Ef verðið lækkar þá mun það leiða til aukinna ferða/ferðalaga og ríkið mun ekki tapa á því. Samlegðaráhrifin eru mjög mikil!

Þá væri einnig ágætt að fá upplýsingar um hvað skatturinn er notaður í því að hann er alls ekki notaður á þann máta sem flestir virðast halda, þ.e. til samgöngumála (vegagerð etc). T.d. virðist enginn vita (nema ríkisstjórnin) í hvað nýjasti skatturinn (kolefnagjaldið) fer í :?
Í Noregi vita menn í hvað gjaldið fer (reyndar kaupmáttur hærri þar) og virðast Norðmenn almennt sáttari við eldsneytisverðið en við þrátt fyrir að það sé töluvert hærra þar.

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 10:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Benz wrote:
Þessi áskorun okkar snýst í raun ekki bara um eldsneytiskostnað á bíla. Þetta er miklu stærra en það.
Þetta hefur áhrif á svo margt í þjóðfélaginu. Hækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti hefur áhrif til hækkunar á verðtryggðum lánum (andsk... verðtryggingin), hækkunar á flutningskostnaði innanlands (matarverð hækkar), gerir það að verkum að við ferðumst minna innanlands sem þýðir samdrátt fyrir þá sem veita þjónustu við ferðalanga, o.fl.
Þetta er í raun að kyrkja þjóðfélagið og ráðamönnum virðist standa á sama :shock:

Ísland er t.d. meira en 2 sinnum stærra en Danmörk, stærra en Írland og um 40 sinnum stærra en Lúxemburg en samt sem áður búa margfalt fleiri í þessum löndum en hérna (t.d. í Lúx 511.000).
Þegar landið er svona helv... stórt, og við búum ekki öll í örfáum Æsufellum (sem væri klárlega hagkvæmara), þá þurfum við farartæki til þess að komast frá A til B sem og að flytja hluti frá A til B (þetta snýst ekki bara um flutning á fólki). Bíllinn hefur séð um að leysa það fyrir okkur og er enn sem komið hagkvæmasti kosturinn til þess fyrir þjóðarbúið.

Núverandi stjórnvöld virðast leggja ofuráherslu á að við notum aðra valkosti við að ferðast. Almenningssamgöngur eru alls ekki nógu góðar á Íslandi (og með hækkandi eldsneytisverði þá hækka fargjöldin). Reyndar er Strætó farinn að ganga lengra en áður (t.d. til Hafnar í Hornafirði) en þar eru menn strax farnir að veita afslátt á öryggi því að þeir virðast halda að það sé allt í lagi fyrir menn að standa í strætó á 90 km hraða milli Akraness og Reykjavíkur :shock: [-X
Ekki er möguleiki fyrir alla að vera á reiðhjóli (t.d. þeir sem eru með börn á leikskólum) og svo virðist "viðmiðið" vera að ef þú átt bifreið sem eyðir of miklu eldsneyti þá áttu bara að kaupa þér sparneytnari. Hvernig sú stærðfræði gengur upp hjá Jóhönnu og Steingrími skil ég ekki.... hvernig í andsk... eiga menn að losna við "eldsneytisniðurföllin" þegar eldsneytisverð er komið upp í hæstu hæðir?
Svo er það bara tær snilld hjá "Norrænu vistvænu velverðarstjórninni" að benda fólki að kaupa vistvænni bíla s.s. eins og metan bíla. Þar fær maður "dúndurafslátt" af gjöldum og getur fengið bíl sem gengur fyrir metan og bensín (jafnvel með stóran bensíntank). Það er engin skylda að keyra á metan þegar maður hefur keypt sér metanbíl :lol: svo að ef maður er t.d. búsettur úti á landi þá er það langskynsamlegast að kaupa metanbíl þó maður hafi engan aðgang að metani.
Þá hefur maður ákveðnar efasemdir um það magn metangass sem hægt er að framleiða á Íslandi.... :roll:

Að mínu mati er þetta einfalt reikningsdæmi. Ríkið minnkar álögurnar á eldsneytið (það er enginn að tala um að afnema álögurnar) a.m.k. tímabundið (gæti fest það í krónutölu) og það mun hafa jákvæð áhrif á hagkerfið.
Vegagerðin hefur þegar sýnt fram, skv. talningum á þjóðvegum, á að ferðum hefur fækkað. Ríkið fær ekki eins miklar tekjur inn af eldsneyti og áður og þeirra leið virðist vera að auka álögurnar frekar en hitt. Það þar klárlega að útskýra fyrir ríkisvaldinu lögmálið um framboð og eftirspurn :twisted: .
Ef verðið lækkar þá mun það leiða til aukinna ferða/ferðalaga og ríkið mun ekki tapa á því. Samlegðaráhrifin eru mjög mikil!

Þá væri einnig ágætt að fá upplýsingar um hvað skatturinn er notaður í því að hann er alls ekki notaður á þann máta sem flestir virðast halda, þ.e. til samgöngumála (vegagerð etc). T.d. virðist enginn vita (nema ríkisstjórnin) í hvað nýjasti skatturinn (kolefnagjaldið) fer í :?
Í Noregi vita menn í hvað gjaldið fer (reyndar kaupmáttur hærri þar) og virðast Norðmenn almennt sáttari við eldsneytisverðið en við þrátt fyrir að það sé töluvert hærra þar.


Þetta er það sem ég er að benda á, það á ekki að nota nafn klúbbsins í eitthvað sem einhverjum einstaklingum (hversu margir það eru skiptir ekki máli á meðan það eru ekki allir) finnst um pólitík.

Þeir sem vilja lobbýa störf ríkisstjórnar og hvernig á að halda á spöðunum þegar kemur að skattlagningu eiga bara að gera það í sínu nafni en ekki nafni BMWKrafts.

Það mætti svo sem nýta spjallborðið í að auglýsa undirskriftalist eða álíka og þá geta þeir sem vilja berjast gegn of háu bensínverð staðið saman.

Áhugafélagið BMWKraftur, kt. 510304-3730 á ekki að vera pólitísk og á ekki að reyna að hafa áhrif á aðgerðir ríkisstjórna eða annara ... Að mínu mati.

Kv, einn af stöfnfélögunum 6.

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group