Stevens wrote:
Án þess að ætla að vera að rengja bilanagreiningu á bílnum þínum, þá myndi ég láta ganga rækilega úr skugga um að það sé raunverulega heddpakkning sem er farin.
Ég átti 540 ´96 árg og var að missa vatn af vélinni án þess að sjá nokkur ummerki um leka og ég hafði verulegar áhyggjur af því að þetta gæti verið heddpakkning.
En allir þeir sem að ég talaði við, þar á meðal einhver Bmw gúrú hjá Eðalbílum sem að mig grunar að heiti Bjarki og skoðunarmann hjá Frumherja sem að hefur áralanga reynslu af Bmw viðgerðum, þeir sögðu báðir að það væri gríðarlega ósennilegt að það væri heddpakkning sem væri farin, og að ég ætti að kanna alla aðra möguleika áður en að það væri byrjað að rífa til að skipta um heddpakkningu, því að það væri nánast óþekkt vandamál á þessum vélum.
En eins og ég sagði áður, þá er ég alls ekkert að efast um bilanagreininguna, enda þekki ég ekkert til, hvorki þessa bíls né þín. Langaði bara að benda þér á þetta.
En ég vona að þetta sé ekki óviðeigandi í söluþráðinn hjá þér, og ef svo er þá get ég eytt þessu ef þú vilt.
Gangi þér vel með söluna.
Var það heddpakning í þínu tilfelli ? kannski ágæt að láta það fylgja með hvað það var sem var að hjá þér,, til að hjálpa þessum auðvitað
