bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 07:26

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 39 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
Sælir limir og ó-limir,


ég hef tekið eftir því undanfarið að viðskiptahættir hérna á Kraftinum eru oftar en ekki mesta kjaftæði sem ég hef nokkurn tímann orðið vitni að.

Söluflokkareglum er ekki fylgt eftir.

Endalaust blaður í söluþráðum frá manneskjum sem munu aldrei nokkurn tímann fjárfesta í hlutnum/hlutunum.

Og svo bara almennt svik og bull!

Núna veit ég um MÖRG dæmi, hjá mörgum aðilum hérna á þessu spjalli, (ég ætla ekki að tjá mig um einhvert einstakt mál) sem eru bara eins og Sveinki myndi segja það; "UNBELEIVABLE" heimskuleg og þrátt fyrir að árið 2011 sé og tæknin svona framarlega þá viðgengst ennþá einhverjir soraviðskiptahættir!




Svo er fólk að halda því fram að L2C sé eitthvað agalega slæmt og ég veit ekki hvað og hvað....Krafturinn er bara 0 skárri



Vildi bara "get it off my mind"




Kv Tinni

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
hah.. var eitthver búinn að segjast ætla að kaupa eithvað af þér en átti síðan ekki pening eða hætti við? :lol:
er búinn að taka alltof oft eftir eithverju þanig hérna og reindar líka nokkrar "MEGA" offtopic um ræður :lol:
en annars fynst mér alltílægi að forvitnast aðeins um hlutina þótt ætlunin sé ekki að kaupa þá :mrgreen:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
Joibs wrote:
hah.. var eitthver búinn að segjast ætla að kaupa eithvað af þér en átti síðan ekki pening eða hætti við? :lol:
er búinn að taka alltof oft eftir eithverju þanig hérna og reindar líka nokkrar "MEGA" offtopic um ræður :lol:
en annars fynst mér alltílægi að forvitnast aðeins um hlutina þótt ætlunin sé ekki að kaupa þá :mrgreen:


Þessi pistill á minnst við um mín viðskipti, lítið tengt því allavega ;)

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Það þarf 2 aðila til að stunda viðskipti, það þarf einnig 2 aðila til að stunda rugl og svika viðskipti, þess vegna máttu í rauninni ekki stunda viðskipti fyrr en ákveðnum aldri er náð, átt að hafa vit og þroska á að kynna þér heilbrigða viðskiptahætti.

Er ekki að verja svikara og aula, en menn verða að taka ábyrgð á sinni hlið!!! Það svíkur mig enginn í viðskiptum nema ég "bjóði" uppá það!

Ég set mig sjálfur í hættu með því að stunda monkey business ekki satt? Kaupi bíl með veði og treysti því að það verði greitt, þá er ég að setja mig í þá hættu að veðið verði ekki greitt ekki satt?
Sama með "borgar bara rest seinna" þá set ég mig í hættu að fá þetta ekki borgað að fullu ekki satt?

Eins og áður segir, ekki að verja aulana, bara áminna menn um þeirra ábyrgð á hlutunum!!!

Öðru máli gegnir ef seljandi heldur upplýsingum um vöruna frá kaupanda, það getur verið heldur snúnara dæmi. En þá á kaupandi að láta verify-a vöruna :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Orð upp!

Ég treysti u.þ.b 7 aðilum til að lána pening, leyfa þeim að "borga seinna" eða stunda þessháttar monkey business. Það eru æskuvinir eða fjölskyldumeðlimir.

Ég læt aldrei vöru úr höndunum fyrr en að hún er að fullu greidd. Ég kaupi aldrei vöru án þess að ráðfæra mig við upplýsingar frá aðilum sem eru hlutlausir. Ég kaupi aldrei vöru sem að hvílir veð á. Ég kaupi aldrei vöru án þess að greiða hana að fullu.

Ef að ég heyri "Er ekki í lagi að fá að borga þetta í tveim greiðslum?"

Safnaðu meiri pening og komdu seinna

Ef ég heyri "Það er veð á þessu. Ég borga þetta seinna"

Ég bíð þá þangað til að það er niðurgreitt.

Virkar ágætlega fyrir mig


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Fuck hvað ég get tekið undir þennan þráð.

Hef verið duglegur að hjálpa, lána, láta menn hafa hluti til að skoða og borga seinna ( sem menn gera aldrei ) og gefa mönnum hluti hér á spjallinu en það er ég hættur að gera.
Fæ meiri virðingu frá fólki sem ég þekki ekki rassgat á öðrum spjallborðum en hér, því miður.

Hef verið boðin og búin að hjálpa mönnum sem lent hafa í vandræðum með bílana sína þegar þeir hafa
komið upp á Skaga, hef farið oftar en einu sinni út á veg til að aðstoða menn og hef fundist það minnsta
mál en þegar ég svo fæ ekki hlutina mína aftur þá gefst ég upp. Finnst við eigum að taka okkur á hér því
þetta er ekkert betra spjall en eitthvað annað, því miður.

Stutt saga af öðru spjalli/síðu þar sem ekki nokkur kjaftur þekkir mig, ég auglýsti eftir þakbogum í þeim tilgangi
að nota við myndatöku. Greiðslu var heitið fyrir góða boga, það hringdi í mig maður og vildi endilega lána mér
boga þar sem hann sá að ég hafði ekkert að gera við þá nema í þessum eina tilgangi. Þessi maður gerði sér
ferð niður á verkstæði fyrir mig og svo þegar ég vildi láta hann fá upplýsingar um mig þá sagði hann bara " þú er
skagamaður ég veit þú kemur með þá aftur " ég varð bara svo hissa og þetta gladdi mig líka. Ég fór svo strax
með bogana á þeim degi sem ég sagðist ætla að skila þeim í jafnvel betra ástandi en þeir voru í þegar ég fékk þá.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 22. Mar 2011 23:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Auðvitað er hundfúlt að geta ekki hjálpað náunganum án þess að brenna sig!
En því miður verðum við bara að feisa þá staðreynd að við búum ekki í einhverri disney veröld.
Það eru skíthælar útum allt, og maður verður að verja sig fyrir þeim.
Misjafnt hvað menn þurfa að brenna sig oft áður en þeir forðast eldinn.
Ef á að lána hluti/lána fyrir hlutum, þá verða menn bara að velja aðila með gott rep. og hafa í huga að ÞÚ ert að taka áhættu!

:|

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 08:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Seljanda kennir illur kaupandi :thup:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 10:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Ég hef þetta einfalt: Aldrei lána vinum þínum pening. Það er hell að reyna að fá peninginn þinn úr vinum þínum án þess að líta út eins og Jóakim Aðalönd. Vinur minn skuldar mér ennþá 6.000 kall fyrir einhvern tónleikamiða sem ég "lánaði honum fyrir" árið 2006. 6.000 kall er ekki stór upphæð, en mikið hægt að gera við þann aur. Get ekki ímyndað mér hvernig það er að rukka einhvern bláókunnugan.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 11:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Það er þá greinilega ekki mikill vinur til að hafa.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 11:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Sammála þessu sem hefur komið fram að ofan.

Ég treysti alveg nokkrum hér á kraftinum í viðskiptum og myndi lána/gefa frest á greiðslur ef ég væri að selja eða lána þeim hluti.

En almennt þá gildir bara að borga hlutinn og viðkomandi fær hann.

Hef aldrei skilið þetta borga í nokkrum greiðslum. Ég forðast þetta eins og heitann eldinn.

Man eftir einu skipti þar sem ég var að selja hlut og viðkomandi bað mig um að fá að borga í tveimur greiðslum. Ég tjáði honum að það væri ekkert mál, en hann fengi hlutinn ekki fyrr en seinni greiðslan væri komin.. Heyrði aldrei aftur í honum.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 11:53 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 07. Sep 2006 22:08
Posts: 981
Location: Ásbrú
gunnar wrote:
Sammála þessu sem hefur komið fram að ofan.

Ég treysti alveg nokkrum hér á kraftinum í viðskiptum og myndi lána/gefa frest á greiðslur ef ég væri að selja eða lána þeim hluti.

En almennt þá gildir bara að borga hlutinn og viðkomandi fær hann.

Man eftir einu skipti þar sem ég var að selja hlut og viðkomandi bað mig um að fá að borga í tveimur greiðslum. Ég tjáði honum að það væri ekkert mál, en hann fengi hlutinn ekki fyrr en seinni greiðslan væri komin. Heyrði aldrei aftur í honum.


Ég er algerlega sammála þessu.

_________________
Bjarki Steingrímsson.
8253105

Jeremy Clarkson wrote:
"Handbuilt" is just another way to say "the doors will come off"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 12:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
IceDev wrote:
Það er þá greinilega ekki mikill vinur til að hafa.


Ekki vil ég nú ganga svo langt og segja svo. Þegar ég fæ pening að láni vil ég ganga frá skuldinni um leið og ég hef getu til þess, en augljóst að allir séu ekki skapaðir þannig.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 12:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég lít öðruvísa á mína bestu vini, ég hef skuldað þeim tugi þúsunda til lengri tíma og þeir hafa skuldað mér álíka á öðrum tíma.
Enginn stressaður yfir neinu.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 23. Mar 2011 12:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Ég skulda engum pening og finnst mér það fínt.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 39 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group