IvanAnders wrote:
Kjallin wrote:
Ég er nú ekki mikið að tjá mig hérna inná en hef reglulega skoðað þennan þráð enda fíla ég þennan bíl verulega.
En ég skil ekki alveg í hvaða átt þú ert að fara núna. Ef þú ert að fara að fá einhverskonar "spons" þá hefði ég haldið að það væri til að fá tilbaka eitthvað af þeim gífurlega pening sem hefur farið í bílinn núþegar. Ekki til að leiðrétta á einhvern hátt mistök annara.
Ef einhver myndi sprengja mótor í bíl hjá mér sem ég væri búinn að eyða €€€€ í, þá myndi ég vilja fá bílinn tilbaka í 100% sama ástandi og bílnum var skilað til hans. Og það ASAP.
Lífið er bara ekki alltaf svona einfalt Maggi.
Eins og fram hefur komið var náttúrulega verið að fara netta bakdyraleið að hlutunum, þar sem ekki var trygging til staðar.
Nú hef ég ekki snúið Gunna á hvolf og hrist hann til að sjá hvað hann er með mikið í vösunum, en eftir hans eigin ummæli um kostnað námsins og svona, að þá efast ég um að hann eigi fyrir nýjum byggðum S50,
Skiptir ekki máli hvað ég skulda þer mikla peninga, ef ég á ekki krónu, þá get ég ekki látið þig fá krónu er það?
Finnst frábært að báðir aðilar leiti leiðar til að græja þetta á sem farsælasasta hátt, enda annað líklega ekki í boði

Málið er einfalt fyrir mig, ef ég get hjálpað til við að fá bílinn ASAP þá geri ég það, en ég hef jafnframt sagt að ég vilji ekki setja pening, ætli ekki að segja pening og eigi ekki pening til að endurbyggja bílinn. Það ræðst líka mikið til af prinsipi vegna þess að ég tel bílinn (og það var meira að segja staðfest af Gunna) hafa verið í 100% mechanical ástandi, allavega ekkert sem gat leitt til þess sem gerðist. 100% bíll > tjúnaður > ónýtur mótor, fyrir flesta er frekar augljóst hvar sökin liggur. Það þýðir samt ekki að ég ætli að vera eitthvað sjúklega obsessed brjálaður útaf þessu, því að það mun klárlega ekki flýta fyrir því að bíllinn komist í lag.
Ég er miklu meira sár yfir því hvernig fór og hvað var gert heldur en reiður.
Það sem ég er að reyna að gera er sambærilegt því að redda einhverjum, sem skuldar manni pening og er atvinnulaus, vinnu þannig að sá hinn sami geti endurgreitt fyrr.