Jæja, bíllinn gengur með aðstoð VEMS frá og með deginum í dag!
Þetta gekk nokkuð vel, en mæ god hvað það eru margir lausir endar sem þarf að hnýta fyrir svona dæmi. Það þurfti að skrúfa og gera og græja hitt og þetta, en dagurinn í dag var vitað sem deadline og því varð bíllinn vað vera klár seinnipartinn í dag, Gunni fer út á morgun. Það tókst að mestu leyti að gera allt klárt, en að sjálfsögðu var ýmislegt sem gekk ekki alveg eins og það átti að gera.
Fyrst þá startaði bíllinn ekki. Það var búin að vera smá reikistefna með tengingarnar á milli alternators og startara, nýja loomið er allt öðruvísi hvað það varðar en hið gamla. Að lokum fannst út úr því og bíllin startaði. Þá var megn eldsneytislykt sem reyndist vera spíss sem lak með fuel-railinu. Þannig að það þurfti að kippa því af og setja nýjan 0-hring. Aftur saman og þá hrökk hann í gang, mér til mikillar furðu. Greinilegt að Gunni greyið veit sitt hvað þegar hann er að grúfa sig ofan í lappann sinn á milli þess að víra hægri og vinstri.
Eftir að bíllinn fór í gang þá kom í ljós að núna vildi hann ekki kúpla! Við vorum alveg innrammaðir með tíma þannig að það var ekki annað í boði en að fara út að keyra, starta í öðrum og stoppa ekki á ljósum nema drepa á bílnum, starta honum í gang með hökti og slúðra mega á kúplingunni

skipta svo í þriðja með að rev-matcha og bursta tennurnar. En þetta gekk, fórum rönn upp nesjavallaveginn. Þar kom "púff" og ein slanga fyrir icv sprakk opin. Keyrðum svo til baka, en ég var ekki sáttur við ganginn í bílnum frá því við fórum að heiman. Fannst hann ganga svo grófur. Við vorum að endingu sammála um að bíllinn væri sennilega bara að leika AUDI, gengi bara á 5cyl. Þegar heim var komið þá kom í ljós að það var rétt, hann hafði ekki gengið á fremsta cyl.
Allavega, ég fór undir að blæða kúplinguna og gunni að redda cyl númer eitt ásamt hosunni. Allt tókst það nema hvað kúplingin var alveg jafn slæm og áður!!!! En enn minni tími nú en fyrr svo aftur var startað af stað og þrumað upp í Bláfjöll á boost-i.
Sú ferð gekk ágætlega. Fengum smá súra gúrku efst upp við skíðaskálana þegar reyk tók að leggja upp úr húddinu er við vorum að snúa við. Kom í ljós að lofttæmingarnippillinn á vatnsláshúsinu hafði ekki verið hertur (ég skipti um kælivatn og olíu á bílnum við þetta tækifæri) nægilega svo það pissaði allt út um allt. Vorum svo í því á heimleiðinni að reyna að blæða loft af kerfinu og bæta vatni á bílinn, þegar við neyddumst til að fara krókaleiðir til að sleppa við rauð ljós. Ekki hægt að stoppa á bíl sem er með bilaða kúplingu.
Bíllinn er keyrsluhæfur en það á eftir að fíntjúna þetta verulega. Startaði honum aftur núna áðan köldum og hann er flöktandi upp og niður í hægaganginum. Það kom líka í ljós að við botngjöf, eftir c.a. 2-3 sek. þá minnkar boost-ið hægt og rólega niður í 0.3 bör! Mig grunar sterklega blow-by ventilinn, að hann sé að hleypa framhjá sér. Þarf að athuga það mál og púsla restinni af innréttingunni saman, ásamt fullt af smáatriðum. En fyrst kúplingin og framstuðaran á

Takk Gunni.... og ég
