Blessaðir, ég er að leita mér að einhverjum góðum BMW, fyrir sumarið.
Ég er bæði opinn fyrir 5 og 3 línunni. Er alinn upp við BMW alla mína æfi
( heil 19 ár )

og góðu vanur, bæði frá bílum pabba og bróður míns sem á M5 2002 modelið ( býr að vísu erlendis þannig að það þýðir ekkert fyrir ykkur að reyna að spæja þann bíl út hér heima )
En alla vegana, í stuttu máli þá er ég að leita að bíl sem;
a) Er lítið keyrður.
b) Sem yngstan.
c) Hafa eitthvað undir vélarhlífinni ( ágætis kraft ).
d) Vel með farinn.
Budgetið er kannski frekar takmarkað fyrir hlut sem þennan en það sakar víst ekkert að spurja ykkur hvað ykkur finnst að ég gæti fengið fyrir cirka
1.5 - 1.7 milljónir? Er þetta kannski bara einhver óskhyggja hjá mér miðað við hvernig budgetið er hjá mér?