Til að hjálpa þér í gerð auglýsingar, þá er ágætt að hafa eftifarandi punkta í huga:
1) Nafn þráðarins
Reyndu að láta nafn þráðarins (e. subject) vera lýsandi og segja nóg til þess að fólk viti hvort það hafi áhuga á efni hans eða ekki.
2) Upplýsingar um vöru
Passaðu að láta nægar upplýsingar fylgja með bílnum, því að spurningar eins og "Hvað er svo verðmiðinn?" og "Áttu myndir?" eru snöggar að koma ef þeim hefur ekki þegar verið svarað. Hérna neðst í skjalinu er listi yfir þau atriði sem BMWKraftakarlar vilja
gjarnan vita svör við.
3) Hvernig næ ég í þig?
Vertu viss um að það komi skýrt fram hvernig er hægt að hafa samband við þig. Oft eru það gestir sem setja inn auglýsingar, og þá er betra að láta GSM númerið sitt fylgja.
4) Myndir
Ef þú átt myndir af bílnum, láttu þær endilega fylgja. Til er þjónusta á vefnum sem getur hýst fyrir þig myndirnar og hýsa þeir glaðir fyrir okkur BMWKrafts menn án endurgjalds. Meira um þetta hérna.
Listi yfir þau atriði sem ættu að fylgja upplýsingar um
* Tegund og gerð
* Árgerð
* Akstur
* Litur
* SSK/BSK
* Útbúnaðarlýsing (felgur, sóllúga, áklæði o.s.frv.)
* Ástandslýsing (tjónabíll, skoðunarástand, gallar og slíkt)
* Skipti/engin skipti
* Áhvílandi
* VERÐ!
Vonandi nýtist þetta sem flestum við að pósta góðum auglýsingum.
