Jæja, stór áfang búinn finnst mér núna, bíllinn farinn að standa í hjólin og búið að taka 600m prufurúnt.  

  Allt virkar sem skyldi, hitar sig í eðlilegan hita og heldur sér þar og gírkassinn MEGA smooth og allt í tipp topp vélarlega séð.  
 
   
   
   
   
 Svo á döfinni hjá mér er að klára öll smáatriði sem eru að. 
Topplúga virkar ekki, sleðinn er mega stirður
Rafmagnsrúður hægra megin virka ekki 
Perur í mælaborði dauðar
Vantar subframe fóðringuna stóru, hún er undir bláa bílnum hjá mér.
Drifið míglekur olíu, ætla skella LSD undir í staðinn.
Skipta um gorma og dempara, KW aftan og SuperSprint að framan, gormana er ég ekki alveg kominn með á hreint. 
Sprauta M-tech Kit og skella á hann.
Láta laga 2x af 17" AC Schnitzer replicunum mínum og pólýhúða/sprauta
DJÚPHREINSUN að innan
Bletta í það ryð sem komið er og massa bílinn sem verður látið duga í bili þar til peningar fyrir sprautun eru til.
Skipta um frammljós
Láta laga hægra frammbretti og húdd, aðeins beyglað eftir árekstur
Setja í hann smoked stefnuljós að framan
Fara í hjólabúnað og skipta um flest allt þar, bæði framan og aftan
Skipta um diska og klossa allann hringinn.
Skipta um olíu á drifi og gírkassa
Sjæna leðursætin til og skella hurðaspjaldi í sem vantar að aftan.
Þetta er svona það sem ég man í augnablikinu.  
 
  
 En hér eru nokkrar myndir af honum undir berum himni.
Persónulega finnst mér ACS replicurnar SMELLPASSA undir hann. 



 http://simnet.is/axeljo/525i93/samsetning/prr.MPG
http://simnet.is/axeljo/525i93/samsetning/prr.MPGOg svo smá vidjó af honum í gangi. MALAR einsog köttur.  
