Keypti þennan forláta E36 323i núna í byrjun vetur, alger skyndiákvörðun í ljósi þess að mig vantaði engan veginn bíl...
Mig vantaði eitthvað lítið verkefni hér fyrir norðan og því fékk ég þá flugu í höfuðið að þetta gæti verið ágætis dundurverkefni.
Stefnan er að hafa þennan tilbúinn fyrir sumarið og nota sem daily.
Það þarf að klappa þessum bíl svolítið hressilega og ég er strax byrjaður á honum.
Ég í raun keyrði hann bara norður og byrjaði að spaða bílinn. Þarf að fara bæði í slithluti og smá ryð á boddí.
Þess má geta að KW gormarnir 60/40 sem voru í gamla 320ia bílnum mínum eru að öllum líkindum í þessum bíl.
Verst að dempararnir fengu ekki að fylgja með
Set eina svona "Before" mynd af bílnum eins og hann var áður en ég fór að vinna í honum.
Ég fékk 16" álfelgurnar sem hann kom á með en ég reikna með að selja þær undan honum. Hann stendur á 15" áli núna á vetrardekkjum.

Fæðingarvottorð bílsins

Það sem búið er að skipta um í bílnum síðan ég fékk hann:
- Demparar að framan, nýir Bilstein B4 demparar komnir.
- Nýjar control arm fóðringar að framan
- Balancestangar endar að framan endurnýjaðir
- Húddpumpur að framan
- 10.000k Xenon kit
- Rúðuupphalara að aftan
Kem svo með update annað slagið eftir því sem þetta gengur
