Steini B wrote:
Þýðir þetta ekki bara hærri skattar í staðinn á alla Íslendina

Það er engin ókeypis leið úr þessu.
Ef menn gera ekkert þá leiðir það til fjöldagjaldþrota því fólk hefur ekki efni á að borga þessi
uppsprengdu lán. Ef fólk verður rekið í hjörðum í gjaldþrot þá fer það einfaldlega til útlanda.
Það væri hrikalegt fyrir Ísland að missa vel menntað fólk til útlanda og fá það kannski aldrei
aftur. Með þessari leið tapast mikið af útlánunum því að eignirnar á bakvið lánin duga ekki
fyrir þeim.
Hinn kosturinn, að afskrifa "hrunhluta" lánanna er mun betri kostur, höldum fólki á landinu,
forðum fjöldagjaldþrotum og meiri líkur á að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast.
Báðar leiðirnar kosta pening - það er algjör meinloka að það að gera ekkert sé ódýrara fyrir
landsmenn í heild.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...