SELDUR
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þó svo að ég sé ekki farinn á fullt að selja gripinn, þá er rétt að benda á að bílllinn er til sölu. Planið er að selja bílinn með vorinu, en ef kaupandi finnst fyrr er það í góðu lagi. Víkjum okkur að því sem máli skiptir:
Fyrst skráður 29.09.1994
Innfluttur frá Þýskalandi 11. 1999 akstursstaða þá c.a. 70.000km
Ekinn 114.000 km í Janúar 2004.
Það er búið að lesa af honum í tölvunni hjá B&L til að fá þessa kílómetrastöðu staðfesta. Það sjást ekki ummerki þess að hann hafi verið keyrður meira og skrúfaður niður.
Inspection I framkvæmd síðast hjá T.B. þann 08.10.2003 í 112.000km (skipt um kælivökva og frostlög ásamt fleiru). Eitt grænt ljós farið síðan.
Cossmosschwarz metallic með beige leðri.
Það helsta sem er af aukabúnaði:
-GSM sími
-Fjarlægðarskynjarar framan og aftan
-Rafdrifin gardína í afturglugga
-Hiti í framsætum
-Rafmagn í sætum með minni v/m
-"Komfort" sæti
-Stýri úr við og leðurklætt (mjög sjaldgæft)
-pluss og gúmmí mottur
-Glær ljós allan hringinn
-CD MP3 (Blaupunkt Daytona MP53 glænýtt. Original tækið fylgir að sjálfsögðu með).
-18" original 8x18 2ja hluta BBS felgur 8J * 18 ET 20 (original BMW dótarí). Með Dunlop SP Winter Sport M2 235/50 R18 98H dekkjum.
Rétt að minna á það að í staðalbúnaði er spólvörn sem þrælvirkar í snjónum og hálkunni.
Bíllinn verður afhentur skoðaður 2004 (með 2005 miða)
Verð: 1.990.000.- Það er ekkert áhvílandi þessum bíl.
Ég tek helst ekki bíla upp í og þá ekki nema að það sé allavega milljón í milligjöf. Og að sjálfsögðu þá veikari fyrir að taka BMW upp í heldur en aðra "lesser brand".
smu@islandia.is