Jæja, áframhald.....
Tók mig til í gær og reif bremsurnar hinu megin að aftan í sundur....semsagt hægra megin.
Svona leit þetta út þegar skálin var komin af.....MEGA LJÓTT 
 
 
Eins og sést á þessari mynd.....var slitflöturinn af öðrum borðanum komin efst í skálina og sat þar fastur bara 
 
Getur ekki hafa gert mikið gagn þar 
 
 
Ryð og bremsusót á öllu....
 
Ryð og bremsusót á öllu....
 
Allt gamla draslið komið úr og svona leit bakplatan út áður en ég byrjaði að pússa.
 
 
Ég búinn að hamast að meitla og bursta allt ógeðið í burtu.
Kominn niður í original stálið 
 
 
 
Og svo leyfði ég Brake Clean að liggja á þessu í smá stund til að hreinsa það sem eftir var.
 
Ég pússaði svo allt gormasystemið bling bling en tók ekki myndir að svo stöddu,
því ég gat ekki gert meira með bremsurnar þarna megin að sinni, því einn gormurinn var brotinn.
Axel Jóhann ætlar að redda mér honum og kemur með hann á meginlandið í enda vikunnar 
 
(Var nota bene hvergi til nýtt.....)
Á meðan ég bíð eftir því fór ég næst í subframe fóðringuna að aftan hægra megin, þar sem hún var eftir.
Svona leit hún út fyrir.....
 
 
Stóð svona mikið neðan úr stæðinu.....spurning hvort það sé eðlilegt og samkvæmt reglum....
 
Búið að losa subframeið niður.....gamla fóðringin var með leiðindi...vildi ekkert fara úr stæðinu....
 
 
en það hafðist með mikilli þrjósku, að vanda 
 
Hérna er fóðringin komin úr og ég búinn að pússa allt bling bling.
Gerði það ekki svona vel hinu megin...og tel ég það vera hluta af orsökinni af hverju það gekk svo illa að koma henni í þar.
 
 
Nýja fóðringin rann í í þetta skiptið, var heilar 5 sekúndur að tjakka hana á sinn stað 
 
Ég var marga klukkutíma að koma fóðringunni í hinu megin og ástæðan hefur verið lélegur undirbúningur.
Núna ákvað ég að gera þetta öðruvísi....pússaði allt mjög vel í stæðinu fyrir fóðringuna, ásamt því að ég FRYSTI fóðringuna.
Ég tel þetta hvoru tveggja hafa verið mjög sniðugt, amk virkaði það MJÖG VEL 
 
 
Allt löðrandi í uppþvottalegi 
 
 
Svona tjakkaði ég hana á sinn stað.
 
Komin á sinn stað....
 
 
Ég get ekki lokað þessu eins og er.....því mig vantar boltann sem gengur niður í gegnum fóðringuna.
Mér tókst að skemma gamla boltann þar sem hann var gjörsamlega gróinn við boddýið.
Nýr bolti er í pöntun hjá B&L og ætti að koma í næstu viku 
 
Thats it for now.....