Jæja félagar ég er að spá í að selja 525i bílinn minn vegna aðstöðu, peninga og tímaleysis
Ætla að nota peningana mína frekar í E21 bílinn minn.
BMW 525i E34 árgerð 1990 með M50 24V mótornum.
*Cosmosvartur.
*Ekinn 214.000 km.
*Vél, gírkassi, kúpling og fl. er úr '94 325i og er ekið um 165.000 km.
*5 gíra beinskiptur.
*Hiti í sætum sem virkar ekki.
*Topplúga.
*Svart leður sem þarf að bera á, orðið soldið sjúskað.
*Rafmagn í rúðum.
*Rafmagn í Speglum.
*Gardína í afturrúðu.
*Armpúðar.
*Viðarinnrétting sem er svolítið vitlaust sett á af fyrri eiganda, lítið mál að taka af og setja rétt á.
*17" AEZ álfelgur á Colway dekkjum sem eiga nóg eftir.
*Bilanatölva.
Bíllinn var áður sjálfskiptur og var skipt um mótor og settur í hann 5 gíra kassi ásamt kúplingu og pedalasetti fyrir 2-3 mánuðum.
Þá er það það sem er að honum....
*Drif er svo gott sem ónýtt, vældi alltaf svolítið í því og síðan þegar fyrsta frostið kom brotnaði boltinn úr eða eitthvað og öll olían lak af. Þar að auki er þetta of lággírað drif í bílinn eftir að hann varð beinskiptur. Seinast þegar ég vissi var til rétt drif í Bílstart.
*Plast stykki framan á mótor sem kælivatnshosurnar festast í er brotið og lekur vatn þar út. Ætti ekki að vera mikið mál að skipta um þetta.
*Súrefnisskynjari er eitthvað furðulegur, það er stundum smá tussugangur í bílnum.
*Stífa að aftan er laus (hægramegin) og veldur því að bíllinn hristist mikið og koma smá högg stundum þegar keyrt er af stað eða skipt um gír.
*Skrölt kemur frá gírkassa þegar slegið er af eða kúplað, þetta er eitthvað sem Halli veit hvað er, hann lagaði þetta seinast. Hægt að spurja hann útí þetta.
*Vantar gírstangarpoka.
*Handbremsa virkar ekkert.
*Þarf að hjólastilla að framan.
*Þarf að ljósastilla.
*Vantar framstuðara. Tók þann af sem var á því hann var brotinn.
*Farið að sjá aðeins á lakki, rispur og slíkt.
*Vantar rafgeymi. Rutur325i á þann sem er í núna
*Þarf að þrífa hann og laga smá að innan. Vantar aðra festinguna fyrir hanskahólfið og öskubakkinn er laus.
Eins og áður sagði er bíllinn með M50 24V mótor og er því 192 hö.
Ekkert mál fyrir handlaginn mann (eða konu

) að laga hann fyrir lítinn kostnað.
Verðið er 350.000 kr og er óumsemjanlegt. Laga hann frekar sjálfur seinna í staðinn fyrir að selja hann undir þessu.
Þess má geta að bíllinn stendur mér í þónokkuð meira heldur en þessu.
Daníel
danieltosti@internet.is - eða PM
Hérna eru síðan nokkrar myndir.
VARÚÐ! HUGES MYNDIR

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is