Gunni wrote:
benzboy wrote:
Já eins og ég var búinn að segja finnst mér þetta flott grein. Hinsvegar hef ég talsvert velt því fyrir mér af hverju þessi vél skilar "ekki nema" 420 hestöflum (og reyndar einnig velt því fyrir mér af hverju BMW 760 skilar ekki nema 408 hestum) þar sem þarna er um að ræða 6L eru þetta rétt um 70 hestar á L og svo til alveg það sama og MB kom með í s600 fyrir 12 árum !!! Að vísu er ætlast til þess að þessar vélar endist og endist og endist og því kannski ekki verið að kreista þetta í botn en mér finnst þetta samt skrítið ef maður skoðar þróunina í minni vélum.
Og bara svona til að koma í veg fyrir allt internetbeef er þetta ekki diss á VW eða BMW - bara pæling um þróun véla !
ps. svo finnst mér rúmar 6 í hundrað (með 4WD) ekkert svakalegt af sömu ástæðu
En er nýji s600 Benzinn ekki að skila 367 hö ??
Jú vissulega er hann það en vélin er líka 5,5 L (þannig að þetta eru 67 hö pr. L) og ég hélt því heldur aldrei fram að það hefðu verið neinar framfarir í þessum efnum hjá MB (jú jú biturbo gefur auka hestöfl en það eru ekki framfarir því túrbínurnar hefðu líka gert það þegar s600 kom fyrst ef þær hefðu verið notaðar). Þannig að eftir stendur pælingin um það af hverju þessar vélar hafi ekki þróast á svipaðan hátt og minni vélar á þessum tíma.