Þú ræður alveg hvernig þú keyrir, þetta verður engin keppni, bara æfing.
Jæja gott fólk áttum smá fund með LÍA og Umferðarstofu núna í hádeginu og hér er staðan:
Reynsluleyfi hefur verið fengið til að halda þessa keppni þann 28. apríl næstkomandi. Þetta reynsluleyfi byggir á því að farið sé eftir öllum reglum sem settar eru og að allir séu samstíga í því að láta þetta ganga upp.
Vandamáilð er að sumir aðilar í þjóðfélaginu eru mjög mikið á móti því að veita okkur þetta svæði og bera fyrir sig að þarna verði aðeins þjálfaðir enn meiri hryðjuverkamenn í umferðinni. Þetta teljum við að sjálfsögðu engan vegin rétt og höldum fram að þarna geti menn fengið útrás á fáránlega stóru svæði án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að dúndra á staura, vegrið, aðra bíla eða eitthvað annað.
Reglurnar eru einfaldar en verða strangar þar sem við verðum að sýna og sanna það að við getum haldið svona opna "trackdays" ef svo má að orði komast án þess að allir séu fjúkandi útaf hægri vinstri eða fari sér að voða. Ef menn geta ekki hlýtt þessum einföldu reglum sem settar verða, verður þeim hiklaust vísað af brautinni og fá EKKI endurgreitt.
Engar keppnir verða til staðar, heldur verður þetta aðeins opið leiksvæði með uppsettum brautum væntanlega fyrir nokkurskonar drift og leik. Bílar verða að vera á númerum og skoðaðir svo að þeir standist kröfur tryggingarfélaga en seinna meir verður vonandi hægt að opna fyrir önnur leiktæki ef vel gengur og fá þá tryggingarfélögin í lið með okkur að ábyrgðartryggingin sé gild þarna uppfrá eins og annarsstaðar.
Með þessu er verið að vonast til að ná til sem flestra í umferðinni. Þarna er snilldarsvæði fyrir krossara, rallýbíla, hjól, götubíla osfrv., s.s. eitthvað fyrir alla. Ég sá betri myndir af svæðinu í dag og fæ nokkrar sendar í tölvupósti á eftir sem ég get svo póstað hingað inn. Þetta er óhemju stórt svæði með engum staurum í miðjunni eða könntum þannig þetta lítur allt rosalega vel út.
Með þessu leyfi vilja háttsettir menn innan þjóðfélagsins og lögreglan einnig fara að sjá hugarfarsbreytingu í umferðinni. Leyfið er bundið því að menn slaki sér á götum borgarinnar og færi allan leikaraskap inn á þartilgerð lokuð svæði. Nú getur engin kvartað um að svæði vanti þar sem kvartmílubrautin er opin þeim sem vilja spyrna, rallýkrossbrautin er nálægt borginni og verður opin í allt sumar og svo verða teknir opnir dagar á brautinni upp í Keflavík ef vel til tekst. Ef engin breyting verður á ofsaakstri og rugli í umferðinni eigum við á hættu að missa þetta svæði alveg, þar sem margir segja þá "tja við gáfum þeim brautarsvæði en engin breyting varð", þannig núna er þetta undir okkur komið kæru félagar að láta þetta ganga upp. Það er nóg að nokkur rotin epli skemmi fyrir öllum hinum þannig reynum eins og við getum að haga okkur almennilega og þá eiga kost á því að geta leikið okkur upp á þessu svæði í sumar og fram á haustið.
Gjaldið í þetta skipti er hreint út sagt djók, eða litlar 1500kr. Við erum að fá fáránlega flott tækifæri upp í hendurnar þarna til að leika okkur en það er ekki ókeypis. Við verðum að sýna og sanna að með þessu tækifæri að það sem við erum búin að vera að tuða um sé satt, þ.e. að menn fái loksins útrás og hætti að taka hana svona rosalega út á götum borgarinnar. Við vitum vel að þetta er engin töfralausn gegn öllum kvillum í umferðinni, en þetta er byrjun