jens wrote:
Þetta er með því flottara sem ég hef séð í bílskúrum. Það sem ég er svolítið í hönnum þá langar mig að vita hvernig lampar og hvernig perur þetta eru því þetta kemur sérstaklega vel út. Keyptir þú þetta hér heima. Til lukku með sérstaklega vel heppnað skúr mod.
Þakka kommentin, bara gaman !
Flísarnar eru úr Álfaborg og tegundin er Marazzi. Þetta var mjög erfið
flísalögn þar sem fúgan var mjó, stórar flísar og einnig þurfti
að viðhalda vatnshallanum.
Ljós geta oft verið fáranlega dýr og því hélt ég mig við ákveðið budget,
þau fást í húsasmiðjunni og stykkið kostaði einhvern 1600 kall með afslætti.
Hefði ég keypt Osram perur þá hefðu parið af þeim orðið dýrari en sjálft
ljósið, en ég lét mér nægja einhverja aðra tegund. Perurnar eru að mig
minnir 50W, en málið er að það eru 16 stk.
Edit: ég límdi upp kaplana með límbyssu en límingin í þessu dóti hélt ekki
alveg nógu vel. En ef ég málaði yfir rétt eftir líminguna þá hélst þetta vel. Annars var ég upphaflega að hugsa um að taka niður loftið og
setja innfelda lýsingu, en andskotinn hafi það, þetta er bílskúr
