Jæja, ég rúntaði með brummann í skoðun á föstudaginn.
Bíllinn búinn að standa í 11 mánuði og ég aðeins búinn að nota hann í viku.
Ég bjóst þar af leiðandi við alls konar leiðinda athugasemdum
Neinei, haldiði að e28 flekinn hafi ekki komið út með aðeins
TVÆR athugasemdir
Það sem var sett út á var:
Ójafnar bremsur að framan
Dempara og stífufestingar (strut mountið v/m að framan var RIFIÐ í TVENNT

)
Jæja, ég var nú bara þokkalega sáttur við útkomuna og má sennilega þakka
fyrri eigendum fyrir góða meðhöndlun. Ætli Bjarki eigi ekki stóran þátt í þessum heilleika ?
Ég keypti mér nýja klossa að framan ásamt rebuild kitti fyrir báðar bremsudælurnar.
Fór svo í það í gærkvöldi að skipta um og gera fínt.
Skipti um klossana báðu megin en lét nægja að skipta um gúmmíin í annarri dælunni, hin var fín og góð).
Þreif allt upp og liðkaði vel til. Var kominn í tímaþröng svo ég blæði bremsurnar á morgun, þegar ég skipti um strut mountið.
Gunni bróðir ætlar að redda mér strut mounti svo greyið sé ekki laust þarna undir
Þýskarinn sniðugur að hafa alveg eins strut mount í E24/E28/E30/E34/Z1
Áfram E28
