saemi wrote:
Hvað kostaði bíllinn hvenær???
Bíllinn kostaði frá mér um 900 þús, ég keypti hann á sínum tíma að mig minnir á 4700EUR.
Ég sé ekki að það sé nein gróðrarbaktería hér í gangi, þegar tekið er mið af því sem er búið að endurnýja. En hitt er annað mál að endurnýjun á slithlutum getur ekki talist inn í söluverð, sýnir einungis að bíllinn er í lagi og hefur verið haldið við (að e-u leyti allavega).
Viðhald á auðvitað að endurspegla verð, niðurnýttur bíll á ekki að fara á sama verð og vel við haldinn bíll, það vita það allir, fara ekki vel við halnir bílar alltaf á meira,?
annars er þetta farið að sýnast fyrir mer eins og verðið á E30 M3 í USA þessa daganna, í soldið langann tima hefur verðið verið í kringum $15k fyrir vel viðhaldinn bíl, allir bílar undir það má gera ráð fyrir að það þurfi að henda mismuninum í viðhald, þetta er komið í cirka $18k núna fyrir bíl sem þarf ekkert viðhald eða málningar vinnu
Er ekki sama að gerast hérna heima?
E34 M5 sem þarf ekki að viðhalda á neinn hátt fer á meira enn milljón á meðan þeir sem þurfa viðhald fara á minna, og talan gefur til kynna hversu mikið þarf í viðhald?
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
