bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 22:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 22:48 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Það er óhætt að segja að það séu nokkrir bílar hér á landi sem verði að teljast goðsagnir. Þegar þessa bíla ber á góma þá lifnar yfirleitt yfir mönnum. Áhugi manna á þessum bílar er að stórum hluta til komin vegna þess að þeir sjást nánast aldrei, í ljósi þess hversu sjaldséðir þeir eru, á ég ekki myndir af þeim öllum.

1) Bentley Turbo R árgerð 1994, grænn. Björgólfur Thor gaf þeim gamla þennan í 60 ára afmælisgjöf. Það vita margir að þessi er til en fæstir hafa séð hann. Ég sá hann einu sinni á ferðinni á Suðurlandsbrautinni, ég gæti ímyndað mér að þessi hafi verið keyrður innað við 500 km síðan hann kom hingað til lands.

2) Rolls Royce Silver Spur árgerð 1983 hvítur/brúnn Eigandinn var Sonja heitin Zorilla, bílinn keypti hún á Flórída árið 1995 og flutti hingað til lands. Þessi bíll var fyrsti Rollsinn sem var skráður hér á landi. Til þess að bíllinn fékkst skráður gerðu framleiðendur hans þá kröfu að maður kæmi hingað frá Skotlandi árlega til þess að yfirfara bílinn og hafa eftirlit með honum. Bíllinn er nú geymdur á Núpum þar sem Guðmundur eini lögerfingji Sonju býr en hann erfði bíllinn þegar hún lést árið 2002.

3) Morgan árgerð 1977. Pantaður frá Bretlandi af Jóhanni Péturssyni árið 1974, hann beið í 3 ár eftir bílnum þrátt fyrir að hafa fengið forgang vegna þess að þetta var eini bíllinn sem hafði verið pantaður hingað til lands. Algengur biðtími eftir Morgan á þessum tíma voru 5-6 ár. Þessi bíll er í dag ekinn rúmlega 3 þúsund kílómetra, aðeins einn annar Morgan er til hér á landi en það er plus 4 bíll sem er 1958 módel.

Image

4) Jaguar XK120 roadster árgerð 1952, fluttur inn á tíunda áratugnum af Jóni Sigursteinssyni á Akureyri. Bíllinn var mjög döpru ástandi þegar hann kom en Jón lauk uppgerðinni nýlega. Þetta er án efa einn verðmætasti bíll hér á landi.

Image


5) Ferrari 328 GTS árgerð 1989. Þessi bíll var fluttur inn af Ísleifi í Mótor árið 1996 ef ég man rétt. Bíllinn var fluttur inn lítið tjónaður og hefur lítið verið á götunni eftir að gert var við hann. Bíllinn er í dag ekinn innað við 20 þús mílur. Til gamans má geta þá sá ég hann í annað skiptið á götunni í dag.

Image

Image

Image

Image

6) Porsche 911 Targa 1977. Þetta er hinn svokallaði J150. Bíllinn var fluttur inn af Kjartani Kristjánssyni sjóntækjafræðingi árið 1985. Hann breytti sjálfur bílnum í Turbo útlit. Bíllinn hefur lítið verið á götunni þar sem núverandi eigandi hefur búið erlendis í um áratug. Bíllinn er hvítur með gylltum BBS felgum.

7) Packard 180 Limousine árgerð 1942. Þetta er fyrsti forsetabíll íslenska lýðveldisins. Bíllinn kom til landsins 1945. Upphaflega hafði forsetaembættið keypt annan Packard nýjan en hann fór í hafið þegar þýskur kafbátur sökkti Goðafossi þegar það var komið inn fyrir Garðskaga í nóvember 1944. 24 menn fórust með skipinu. Í kjölfarið var þessi bíll fundinn og notaður árin 1945 og 1946 af Sveini Björnssyni. Sævar Pétursson gerði bílinn upp og var hann frumsýndur á fornbílasýningunni í Laugardagshöll árið 2004.


Image


8 ) Delorean árgerð 1981 ekinn 8 þúsund mílur. Þessi bíll var fluttur inn af Sindra Stáli og notaður í kynningaskyni. Bíllinn var nýlega seldur Stefáni Erni Stefánssyni.


Image

Image

9) Mercedes Benz 190 SL árgerð 1958. Þessi bíll var fluttur inn af Guðfinni veitingamanni, það eru til 3 svona hér á landi og þessi er langbestur. Bíll í þessum klassa kostar $$$$$ erlendis.

Image


10) Jaguar E type árgerð 1971. Þessi bíll er sá eini sinnar tegundar hér á landi, hann var fluttur inn af Sigfúsi Sverrissyni.

Image


PS. Var unnið í flýti nú í kvöld, það gætu verið einhverjar villur í þessu.

Heimildir: Morgunblaðið, Leoemm.com og Sonja

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 17. Jan 2006 22:22
Posts: 93
Location: 105
Góð grein, vissi ekki að allir þessir bílar væru til á Íslandi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Quote:
1) Bentley Turbo R árgerð 1994, grænn. Björgólfur Thor gaf þeim gamla þennan í 60 ára afmælisgjöf. Það vita margir að þessi er til en fæstir hafa séð hann. Ég sá hann einu sinni á ferðinni á Suðurlandsbrautinni, ég gæti ímyndað mér að þessi hafi verið keyrður innað við 500 km síðan hann kom hingað til lands.


Er þessi drossía grá ?

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:07 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 03. Mar 2006 16:21
Posts: 1442
er ég illa svikin eða er engin bmw nógu tilkomumikill :/ ?

_________________
Kristján Einar
[url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304]
BMW 2002 Turbo ´75[/url]

gstuning wrote:
Ég og þú skulum gifta okkur svo ég geti komist á þennan 2002 turbo


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Kristján Einar wrote:
er ég illa svikin eða er engin bmw nógu tilkomumikill :/ ?


Þeir sem eiga BMW keyra þá :!: Auðvitað eiga ýmsir BMW heima þarna, þessi upptalning er ekkert tæmandi.

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
B10 BiTurbo ?

Kanski ekki í sama klassa og þessir...samt raaare

Veit einhver hvað eru margar alpinur hér og hverrar tegundar ?

_________________
E39 530D ///M Sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Geirinn wrote:
Quote:
1) Bentley Turbo R árgerð 1994, grænn. Björgólfur Thor gaf þeim gamla þennan í 60 ára afmælisgjöf. Það vita margir að þessi er til en fæstir hafa séð hann. Ég sá hann einu sinni á ferðinni á Suðurlandsbrautinni, ég gæti ímyndað mér að þessi hafi verið keyrður innað við 500 km síðan hann kom hingað til lands.


Er þessi drossía grá ?

:wink:

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Steinieini wrote:
B10 BiTurbo ?

Kanski ekki í sama klassa og þessir...samt raaare

Veit einhver hvað eru margar alpinur hér og hverrar tegundar ?

2 held ég. Sá hinn uppí Kópavogi í gær.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jun 2006 23:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
allavegana e34 b10 biturbo e39 b10 v8 og svo e36 b3 touring

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 02:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
///M wrote:
og svo e36 b3 touring


Þú ert væntanlega að tala um E46. Nema það sé líka til E36. :shock:

Þessi E46 B3 Touring er bara 8) 8) 8)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 07:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Smart samantekt :wink:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 09:07 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
iar wrote:
///M wrote:
og svo e36 b3 touring


Þú ert væntanlega að tala um E46. Nema það sé líka til E36. :shock:

Þessi E46 B3 Touring er bara 8) 8) 8)


ég er að tala um e36 vissi ekki af e46

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 09:44 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Jun 2006 13:41
Posts: 346
Location: RVK
mjög góð samantekt og fróðleg.

ég bara spyr hvar eru allir þessir bílar þegar það eru bílasýningar??
maður er bara búinn að sjá allt það sem er venjulega á þeim.

_________________
Bjöggi
BMW 318IA E46 Touring '01


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 09:53 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Thu 05. Jan 2006 15:00
Posts: 245
Talandi um þessa b10, þá sá ég þessa fyrir einhverjum 2 árum siðan.

Image
Image
Image

_________________
E46 328i 2000 (sold) :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 16. Jun 2006 11:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
///M wrote:
iar wrote:
///M wrote:
og svo e36 b3 touring


Þú ert væntanlega að tala um E46. Nema það sé líka til E36. :shock:

Þessi E46 B3 Touring er bara 8) 8) 8)


ég er að tala um e36 vissi ekki af e46


Awsome! The more the merrier! ;-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 93 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group